Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. mars 2019 15:21 Jussie Smollett. AP/Ashlee Rezin Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. Smollett mun hafa verið hreinsaður alfarið af sök og samkvæmt CBS Chicago, féllst dómari á að innsigla málið. Talskona Smollett segir almenning hafa verið of fljótan að dæma Smollett. Hann sé fórnarlamb tveggja manna sem réðust á hann þann 29. janúar og í senn fórnarlamb almenningsálits. Hún segir mál Smollett til marks um það að rangt sé að reyna að sanna mál í „dómstóli almenningsálitsins“. „Jussie er létt yfir því að þessu ástandi sé nú lokið og hlakkar mikið til þess að líta fram á veginn og einblína á fjölskyldu sína, vini og feril,“ sagði Anne Kavanaugh. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, segir að eftir að hafa skoðað málið ítarlega, tekið tillit til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, sé talið að sanngjörn lausn sé komin í málið. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Smollett er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Hann hélt því einnig fram að einn mannanna hefði verið með rauða derhúfu og þeir hafi hreytt illyrðum í hann, barið hann og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Fréttin verður uppfærð. BREAKING: Jussie Smollett speaks after all charges were dropped: "I have been truthful and consistent on every single level since day one. I would not be my mother's son if I was capable of one drop of what I have been accused of." https://t.co/B2ahaJAW4t pic.twitter.com/0bgEBJFN33— ABC News (@ABC) March 26, 2019 Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. Smollett mun hafa verið hreinsaður alfarið af sök og samkvæmt CBS Chicago, féllst dómari á að innsigla málið. Talskona Smollett segir almenning hafa verið of fljótan að dæma Smollett. Hann sé fórnarlamb tveggja manna sem réðust á hann þann 29. janúar og í senn fórnarlamb almenningsálits. Hún segir mál Smollett til marks um það að rangt sé að reyna að sanna mál í „dómstóli almenningsálitsins“. „Jussie er létt yfir því að þessu ástandi sé nú lokið og hlakkar mikið til þess að líta fram á veginn og einblína á fjölskyldu sína, vini og feril,“ sagði Anne Kavanaugh. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, segir að eftir að hafa skoðað málið ítarlega, tekið tillit til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, sé talið að sanngjörn lausn sé komin í málið. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Smollett er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Hann hélt því einnig fram að einn mannanna hefði verið með rauða derhúfu og þeir hafi hreytt illyrðum í hann, barið hann og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Fréttin verður uppfærð. BREAKING: Jussie Smollett speaks after all charges were dropped: "I have been truthful and consistent on every single level since day one. I would not be my mother's son if I was capable of one drop of what I have been accused of." https://t.co/B2ahaJAW4t pic.twitter.com/0bgEBJFN33— ABC News (@ABC) March 26, 2019
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00
Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50
Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07