Rotaðist í leik 2017 og getur ekki spilað í sumar: „Skrifa það með tárin í augunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 10:00 Björk fagnar 1. deildar titlinum með HK/Víkingi 2017. mynd/HK Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira