Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur „Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
„Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38