Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. WOW air tilkynnti í dag að það væri hætt starfsemi að fullu og að öllum flugferðum á þess vegum hefði verið aflýst. Lauk þannig sífellt örvæntingarfyllri tilraunum forsvarsmanna félagsins til að bjarga rekstrinum fyrir horn undanfarna mánuði og rúmlega átta ára skrautlegri sögu þess. Skúli Mogensen, sem hafði auðgast á tæknifyrirtækinu Oz sem hann seldi til finnska símafyrirtækisins Nokia, tilkynnti um stofnun WOW air á blaðamannafundi á Kex hosteli í Reykjavík í nóvember árið 2011. Með honum í forsvari voru Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, og Baldur Oddur Baldursson. Ímynd félagsins átti frá upphafi að vera létt og hress. Til marks um það var Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og vaxtaræktarkona, fengin til að opna bókunarvefsíðu Wow á biknítoppi þegar það var kynnt á Kexi. Flugliðar félagsins fóru jafnframt með öryggisleiðbeiningar í gamansömum tón og kölluð farþega „gesti“. Jómfrúarflugferð WOW air var farin til Parísar 31. maí árið 2012. Áætlunin fyrsta árið hljóðaði upp á tólf áfangastaði í Evrópu. Árið einkenndist af hörðu verðstríði við Icelandair og Iceland Express, annað lággjaldaflugfélag sem var þá í andarslitrunum. Sú samkeppni endaði með því að WOW air tók yfir rekstur Iceland Express í október árið 2012. Flugrekstarleyfi fékk WOW air árið 2013. Það var þá fyrsta nýja flugrekstrarleyfið sem gefið hafði verið út á Íslandi í um þrjátíu ár.Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í nóvember 2011.Fréttablaðið/Anton BrinkÚtþensla og samdráttur á leiðakerfinu Rekstur WOW air naut góðs af því að það varð sprenging í komum ferðamanna til Íslands á árunum eftir hrun, annars vegar vegna stórlækkaðs gengis krónunnar og hins vegar vegna landkynningarstarfs íslenskra eldfjalla. Aukið sætaframboð til Íslands sem WOW air átti þátt í liðkaði einnig fyrir fjölgun ferðamanna. Félagið óx þannig hratt. Fyrsta árið flutti það 111.400 farþega, annað árið voru þeir 421.000 talsins og 495.000 árið 2014. Vöxturinn hélt enn áfram. Félagið flutti 730.000 farþegar árið 2015, 1,6 milljónir árið 2016 og tæpar þrjár milljónir árið 2017. Í fyrra, síðasta heila rekstrarár Wow air, töldu farþegarnir þrjár og hálfa milljón. Eins og áður segir einbeitti WOW air sér í fyrstu að Evrópuflugi. Leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna fékk félagið í desember árið 2013. Það hafði uppi áform um Norður-Ameríkuflug árið 2014 en flugið varð ekki að veruleika fyrr en snemma árs 2015.Sjá einnig: Skúli Mogensen sér fyrir sér að flug verði ókeypis í framtíðinni Smám saman var þó undið ofan af Bandaríkjaflugi WOW air. Í desember árið 2017 tilkynnti það að það væri hætt að fljúga til Míamí. Í október í fyrra ákvað félagið að hætta ferðum til St. Louis og um sama leyti kvisaðist út að WOW hætti einnig að fljúga til tveggja borga í Ohio-ríki. Indlandsflug WOW air varð einnig snubbótt. Félagið tilkynnti í maí í fyrra að ferðir til og frá Indlandi hæfust í desember. Fyrsta ferðin var til Delí 6. desember en skömmu síðar hætti WOW air við Indlandsflug sitt.Dorrit Moussaief, þáverandi forsetafrú, og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, tóku þátt í að fagna með Skúla Mogensen þegar Wow air tók við nýjum og stærri flugvélum árið 2015.Vísir/VilhelmGamanið kárnarMörg hundruð milljón króna tap varð á rekstri WOW air fyrstu árin þrátt fyrir mikla fjölgun farþega. Félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti árið 2015, um 1,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hélt áfram árið eftir og jókst í 4,3 milljarða króna. Þrátt fyrir að WOW air hefði nokkru áður látið af mesta galgopahættinum sem var einkennismerki þess í upphafi byrjaði gamanið að kárna af alvöru árið 2017. Þá var byrjað að hægja verulega á fjölgun ferðamanna sem hafði knúið vöxt í ferðaþjónustunni og eldsneytisverð fór hækkandi. Í fjárfestakynningu sem félagið undirbjó fyrir skuldabréfaútboð sem það réðst í undir lok sumars í fyrra kom fram að það hefði tapað um 4,9 milljörðum króna frá júlí árið 2017 til júní í fyrra. Eigið fé og haldbært fé væri einnig orðið af skornum skammti. Miklar vangaveltur um framtíð WOW air fóru þá af stað. Upp úr miðjum september var tilkynnt að félagið hefði lokið 7,7 milljarða króna fjármögnun í skuldabréfaútboðinu. Það var umtalsvert minna en þeir þrettán milljarðar sem félagið var sagt hafa sóst eftir. Í byrjun nóvember greindu Icelandair Group og WOW air frá því að fyrrnefnda félagið ætlaði að kaupa það síðarnefnda. Kaupverðið var sagt um 2,2 milljarðar króna. Lofaði Skúli starfsmönnum Wow air þá að engin breyting yrði á rekstri félagsins. Kaupin fóru hins vegar í vaskinn þegar stjórn Icelandair Group taldi skilyrði fyrir kaupunum ekki uppfyllt 29. nóvember. Strax sama dag var greint frá því að Wow air ætti í viðræðum við Indigo Partners, bandarískt fjárfestingarfélag sem sérhæfir sig í lággjaldaflugfélögum.Sjá einnig: Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Í sama mánuði var tilkynnt að 4,1 milljarðs króna tap hefði orðið á rekstrinum fyrstu níu mánuði ársins 2018. Skúli hefði lagt félaginu til 770 milljónir króna í skuldabréfaútboðinu í september.Wow air færðu hratt út kvíarnar og hóf flug til Norður-Ameríku. Skúli lýsti síðar iðrun yfir því að hafa færst of mikið í fang.Wow airFjöldauppsagnir í jólamánuðinum Vandræði WOW air ágerðust í desember á sama tíma og viðræðurnar við Indigo fóru fram. Tilkynnt var um að á fjórða hundrað starfsmanna hefði verið sagt upp og flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu 13. desember. Lýsti Skúli því sem erfiðasta deginum í sögu flugfélagsins og að engum öðrum en honum sjálfum væri um að kenna. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," sagði Skúli. Fullyrti Skúli að uppsagnirnar væru ekki að kröfu bandaríska félagsins. Ætlunin var þá að draga saman seglin og einfalda reksturinn. Sagðist Skúli horfa til þess að hverfa aftur til róta félagsins með færri áfangastöðum.Öllum ferðum Wow air var aflýst í nótt. Á þriðja þúsund farþega eru sögð strandaglópar vegna þrots félagsins.Vísir/VilhelmFlug WOW air þrotið Viðræðurnar við Indigo drógust á langinn en upphaflega stóð til að ganga frá yfirtökunni í lok febrúar. Fyrir viku var svo tilkynnt að viðræðum félaganna hefði verið slitið. Sama kvöld tilkynntu WOW air og Icelandair Group að þau hefðu aftur tekið upp viðræður í samráði við íslensk stjórnvöld. Strax á sunnudag varð þó ljóst að ekki yrði frekar af kaupunum þá en í nóvember. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði fjárhagsstöðu og rekstur WOW air þannig vaxinn að forsvarsmenn Icelandair treystu sér ekki til að halda viðræðunum áfram. Allt fram á síðustu stund reyndu forsvarsmenn WOW air að bjarga rekstrinum fyrir horn. Jafnvel eftir að öllum flugferðum félagsins var aflýst í nótt sendi félagið frá sér tilkynningu um að það væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp. Undir morgun var hins vegar ljóst að fallinn væri fráni örninn, flug hans þrotið og brostin sjón eins og skáldið orti. Eftir loforð um að blása nýju lífi og skemmtilegheitum í flugbransann skilur WOW air eftir sig þúsundir strandaglópa víða um heim, ráðvillta og arga, auk um ellefu hundruð starfsmanna sem sitja eftir með sárt ennið. Skúli var fullur iðrunar í bréfi sem hann sendi starfsmönnum WOW air í morgun. „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum mér fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er augljóst að WOW var ótrúlegt flugfélag og við vorum á réttri leið að gera frábæra hluti aftur.“ Fréttaskýringar Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Isavia beitti stöðvunarheimild á flugvél WOW í Keflavík Stöðvunarheimildinni var beitt á vél WOW air til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum. 28. mars 2019 10:40 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf
Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. WOW air tilkynnti í dag að það væri hætt starfsemi að fullu og að öllum flugferðum á þess vegum hefði verið aflýst. Lauk þannig sífellt örvæntingarfyllri tilraunum forsvarsmanna félagsins til að bjarga rekstrinum fyrir horn undanfarna mánuði og rúmlega átta ára skrautlegri sögu þess. Skúli Mogensen, sem hafði auðgast á tæknifyrirtækinu Oz sem hann seldi til finnska símafyrirtækisins Nokia, tilkynnti um stofnun WOW air á blaðamannafundi á Kex hosteli í Reykjavík í nóvember árið 2011. Með honum í forsvari voru Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, og Baldur Oddur Baldursson. Ímynd félagsins átti frá upphafi að vera létt og hress. Til marks um það var Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og vaxtaræktarkona, fengin til að opna bókunarvefsíðu Wow á biknítoppi þegar það var kynnt á Kexi. Flugliðar félagsins fóru jafnframt með öryggisleiðbeiningar í gamansömum tón og kölluð farþega „gesti“. Jómfrúarflugferð WOW air var farin til Parísar 31. maí árið 2012. Áætlunin fyrsta árið hljóðaði upp á tólf áfangastaði í Evrópu. Árið einkenndist af hörðu verðstríði við Icelandair og Iceland Express, annað lággjaldaflugfélag sem var þá í andarslitrunum. Sú samkeppni endaði með því að WOW air tók yfir rekstur Iceland Express í október árið 2012. Flugrekstarleyfi fékk WOW air árið 2013. Það var þá fyrsta nýja flugrekstrarleyfið sem gefið hafði verið út á Íslandi í um þrjátíu ár.Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í nóvember 2011.Fréttablaðið/Anton BrinkÚtþensla og samdráttur á leiðakerfinu Rekstur WOW air naut góðs af því að það varð sprenging í komum ferðamanna til Íslands á árunum eftir hrun, annars vegar vegna stórlækkaðs gengis krónunnar og hins vegar vegna landkynningarstarfs íslenskra eldfjalla. Aukið sætaframboð til Íslands sem WOW air átti þátt í liðkaði einnig fyrir fjölgun ferðamanna. Félagið óx þannig hratt. Fyrsta árið flutti það 111.400 farþega, annað árið voru þeir 421.000 talsins og 495.000 árið 2014. Vöxturinn hélt enn áfram. Félagið flutti 730.000 farþegar árið 2015, 1,6 milljónir árið 2016 og tæpar þrjár milljónir árið 2017. Í fyrra, síðasta heila rekstrarár Wow air, töldu farþegarnir þrjár og hálfa milljón. Eins og áður segir einbeitti WOW air sér í fyrstu að Evrópuflugi. Leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna fékk félagið í desember árið 2013. Það hafði uppi áform um Norður-Ameríkuflug árið 2014 en flugið varð ekki að veruleika fyrr en snemma árs 2015.Sjá einnig: Skúli Mogensen sér fyrir sér að flug verði ókeypis í framtíðinni Smám saman var þó undið ofan af Bandaríkjaflugi WOW air. Í desember árið 2017 tilkynnti það að það væri hætt að fljúga til Míamí. Í október í fyrra ákvað félagið að hætta ferðum til St. Louis og um sama leyti kvisaðist út að WOW hætti einnig að fljúga til tveggja borga í Ohio-ríki. Indlandsflug WOW air varð einnig snubbótt. Félagið tilkynnti í maí í fyrra að ferðir til og frá Indlandi hæfust í desember. Fyrsta ferðin var til Delí 6. desember en skömmu síðar hætti WOW air við Indlandsflug sitt.Dorrit Moussaief, þáverandi forsetafrú, og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, tóku þátt í að fagna með Skúla Mogensen þegar Wow air tók við nýjum og stærri flugvélum árið 2015.Vísir/VilhelmGamanið kárnarMörg hundruð milljón króna tap varð á rekstri WOW air fyrstu árin þrátt fyrir mikla fjölgun farþega. Félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti árið 2015, um 1,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hélt áfram árið eftir og jókst í 4,3 milljarða króna. Þrátt fyrir að WOW air hefði nokkru áður látið af mesta galgopahættinum sem var einkennismerki þess í upphafi byrjaði gamanið að kárna af alvöru árið 2017. Þá var byrjað að hægja verulega á fjölgun ferðamanna sem hafði knúið vöxt í ferðaþjónustunni og eldsneytisverð fór hækkandi. Í fjárfestakynningu sem félagið undirbjó fyrir skuldabréfaútboð sem það réðst í undir lok sumars í fyrra kom fram að það hefði tapað um 4,9 milljörðum króna frá júlí árið 2017 til júní í fyrra. Eigið fé og haldbært fé væri einnig orðið af skornum skammti. Miklar vangaveltur um framtíð WOW air fóru þá af stað. Upp úr miðjum september var tilkynnt að félagið hefði lokið 7,7 milljarða króna fjármögnun í skuldabréfaútboðinu. Það var umtalsvert minna en þeir þrettán milljarðar sem félagið var sagt hafa sóst eftir. Í byrjun nóvember greindu Icelandair Group og WOW air frá því að fyrrnefnda félagið ætlaði að kaupa það síðarnefnda. Kaupverðið var sagt um 2,2 milljarðar króna. Lofaði Skúli starfsmönnum Wow air þá að engin breyting yrði á rekstri félagsins. Kaupin fóru hins vegar í vaskinn þegar stjórn Icelandair Group taldi skilyrði fyrir kaupunum ekki uppfyllt 29. nóvember. Strax sama dag var greint frá því að Wow air ætti í viðræðum við Indigo Partners, bandarískt fjárfestingarfélag sem sérhæfir sig í lággjaldaflugfélögum.Sjá einnig: Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Í sama mánuði var tilkynnt að 4,1 milljarðs króna tap hefði orðið á rekstrinum fyrstu níu mánuði ársins 2018. Skúli hefði lagt félaginu til 770 milljónir króna í skuldabréfaútboðinu í september.Wow air færðu hratt út kvíarnar og hóf flug til Norður-Ameríku. Skúli lýsti síðar iðrun yfir því að hafa færst of mikið í fang.Wow airFjöldauppsagnir í jólamánuðinum Vandræði WOW air ágerðust í desember á sama tíma og viðræðurnar við Indigo fóru fram. Tilkynnt var um að á fjórða hundrað starfsmanna hefði verið sagt upp og flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu 13. desember. Lýsti Skúli því sem erfiðasta deginum í sögu flugfélagsins og að engum öðrum en honum sjálfum væri um að kenna. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," sagði Skúli. Fullyrti Skúli að uppsagnirnar væru ekki að kröfu bandaríska félagsins. Ætlunin var þá að draga saman seglin og einfalda reksturinn. Sagðist Skúli horfa til þess að hverfa aftur til róta félagsins með færri áfangastöðum.Öllum ferðum Wow air var aflýst í nótt. Á þriðja þúsund farþega eru sögð strandaglópar vegna þrots félagsins.Vísir/VilhelmFlug WOW air þrotið Viðræðurnar við Indigo drógust á langinn en upphaflega stóð til að ganga frá yfirtökunni í lok febrúar. Fyrir viku var svo tilkynnt að viðræðum félaganna hefði verið slitið. Sama kvöld tilkynntu WOW air og Icelandair Group að þau hefðu aftur tekið upp viðræður í samráði við íslensk stjórnvöld. Strax á sunnudag varð þó ljóst að ekki yrði frekar af kaupunum þá en í nóvember. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði fjárhagsstöðu og rekstur WOW air þannig vaxinn að forsvarsmenn Icelandair treystu sér ekki til að halda viðræðunum áfram. Allt fram á síðustu stund reyndu forsvarsmenn WOW air að bjarga rekstrinum fyrir horn. Jafnvel eftir að öllum flugferðum félagsins var aflýst í nótt sendi félagið frá sér tilkynningu um að það væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp. Undir morgun var hins vegar ljóst að fallinn væri fráni örninn, flug hans þrotið og brostin sjón eins og skáldið orti. Eftir loforð um að blása nýju lífi og skemmtilegheitum í flugbransann skilur WOW air eftir sig þúsundir strandaglópa víða um heim, ráðvillta og arga, auk um ellefu hundruð starfsmanna sem sitja eftir með sárt ennið. Skúli var fullur iðrunar í bréfi sem hann sendi starfsmönnum WOW air í morgun. „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum mér fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er augljóst að WOW var ótrúlegt flugfélag og við vorum á réttri leið að gera frábæra hluti aftur.“
Isavia beitti stöðvunarheimild á flugvél WOW í Keflavík Stöðvunarheimildinni var beitt á vél WOW air til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum. 28. mars 2019 10:40
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06