Farþegar í Leifsstöð afar ósáttir Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 28. mars 2019 14:01 Kimberly ásamt öðrum ferðamanni sem er í svipuðum sporum. Kimberly er afar ósátt við að henni hafi ekki á neinu stigi máls verið haldið upplýstri um stöðuna. visir/JóiK Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08