Lífið eftir WOW Þórir Garðarsson skrifar 28. mars 2019 15:30 Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar