Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 18:09 Iceland Express kom sem stormsveipur inn á íslenskan flugmarkað á sínum tíma. Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes. Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes.
Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira