Leitin hafin að nýjum krúttlegum Zúmma Benedikt Bóas skrifar 29. mars 2019 08:30 Bjartur, Einar og Jóhann í Hörpu þar sem prufurnar verða. Áhugasamir geta skráð sig í prufu á skoppaogskritla@gmail.com. FBL/ERNIR Þær vinkonur Skoppa og Skrítla snúa loks aftur í leikhúsið en þær eiga 15 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni ganga þær til samstarfs við Hörpu og var samningur þess efnis undirritaður með pompi og prakt fyrir skömmu. Sýningin kallast Brot af því besta með Skoppu og Skrítlu! Þetta verða nánast leiknir barnatónleikar því vinkonurnar eiga orðið þvílíkt magn af lögum og börnin virðast kunna þau öll. Fjörálfurinn Zúmmi, sem þeir Einar Karl, Jóhann Egill og Bjartur hafa leikið í gegnum tíðina, eru orðnir fullorðnir menn og því þarf að finna nýjan Zúmma. Drengurinn þarf að vera á aldrinum 10-12 ára og ekki hærri en 160 sentimetrar. Áhugasamir strákar geta skráð sig í prufu á skoppaogskritla@gmail.com. „Ég var í tvö ár sem Zúmmi,“ segir Einar Karl sem hóf vegferðina en hann lærir nú hagfræði í Háskóla Íslands. „Þegar maður var ungur og vissi ekki hvað maður ætti að gera varðandi athyglissýkina þá var þetta kjörið. Að fá að öskra og syngja og dansa. Maður var mikið í íþróttum og stundum var handboltinn bara ekki nóg, þá var fínt að vera með vinnu þar sem maður lék sér.“Skoppa og Skrítla eru 15 ára í ár og fagna því með því að ganga til samstarfs við Hörpu. Hér er Bjartur í hlutverki Zúmma.Einar fór síðar á fjalir leikhússins og dansaði og söng í Söngvaseið, Galdrakarlinum í Oz og síðast í Mama Mia! Þá ákvað hann að láta staðar numið. „Þá ákvað ég að hætta að vera Einar dansari og fara í hagfræðinám í Háskóla Íslands og nú er ég bara Einar hagfræðingur. Maður er með mikið af kynningum í hagfræði og Zúmma-hlutverkið hefur vissulega hjálpað mér. Maður las áður handrit en nú eru það skýrslur,“ segir hann og hlær. Jóhann Egill lemur húðir í hljómsveitinni Karma Brigade sem hefur heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Hann lék einnig í Föngum sem sýndir voru á RÚV forðum daga og segir hlutverkið hafa smitað sig af því að koma fram. „Þetta var mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var í fjögur ár sem Zúmmi. Var tvö ár að leika en svo minnkaði það eftir því sem teygðist úr manni. Það var saumaður nýr búningur – fram að því höfðum við Bjartur verið í búningnum sem Einar byrjaði í.“Zúmmarnir þrír samankomnir, Bjartur, Jóhann Egill og Einar Karl.Bjartur viðurkennir að vestið og skórnir hafi verið ansi þröng undir lokin. Bjartur, sem er sonur Hrefnu Hallgrímsdóttur, skapara Skoppu og Skrítlu, segir að það að hafa verið Zúmmi hafi svo sannarlega bætt lífið og hann líti til baka með bros á vör. „Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Maður kynntist líka svo mörgu fólki. Ég man ekki eftir einum degi þar sem þetta var nálægt því að vera leiðinlegt. Ég vildi alltaf fara og hafa gaman,“ segir hann. Jóhann bætir því við að hlutverkið hafi þroskað hann og hann finni hvað það sé auðvelt að tala fyrir framan annað fólk. Hrefna bendir á að drengirnir hafi í raun bara verið börn þegar þeir byrjuðu að leika og þeim hafi því verið hrint út í djúpu laugina. „Þeir urðu bara að synda. Það er eitt að vera flottur í rullunni sinni, læra textann, danssporin og allt þetta, en svo er allt hitt í kringum Skoppu og Skrítlu spuni. Vonandi líta þeir til baka og rifja upp að þetta hafi verið ljúfar minningar,“ segir hún. Drengirnir kinka allir kolli. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Þær vinkonur Skoppa og Skrítla snúa loks aftur í leikhúsið en þær eiga 15 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni ganga þær til samstarfs við Hörpu og var samningur þess efnis undirritaður með pompi og prakt fyrir skömmu. Sýningin kallast Brot af því besta með Skoppu og Skrítlu! Þetta verða nánast leiknir barnatónleikar því vinkonurnar eiga orðið þvílíkt magn af lögum og börnin virðast kunna þau öll. Fjörálfurinn Zúmmi, sem þeir Einar Karl, Jóhann Egill og Bjartur hafa leikið í gegnum tíðina, eru orðnir fullorðnir menn og því þarf að finna nýjan Zúmma. Drengurinn þarf að vera á aldrinum 10-12 ára og ekki hærri en 160 sentimetrar. Áhugasamir strákar geta skráð sig í prufu á skoppaogskritla@gmail.com. „Ég var í tvö ár sem Zúmmi,“ segir Einar Karl sem hóf vegferðina en hann lærir nú hagfræði í Háskóla Íslands. „Þegar maður var ungur og vissi ekki hvað maður ætti að gera varðandi athyglissýkina þá var þetta kjörið. Að fá að öskra og syngja og dansa. Maður var mikið í íþróttum og stundum var handboltinn bara ekki nóg, þá var fínt að vera með vinnu þar sem maður lék sér.“Skoppa og Skrítla eru 15 ára í ár og fagna því með því að ganga til samstarfs við Hörpu. Hér er Bjartur í hlutverki Zúmma.Einar fór síðar á fjalir leikhússins og dansaði og söng í Söngvaseið, Galdrakarlinum í Oz og síðast í Mama Mia! Þá ákvað hann að láta staðar numið. „Þá ákvað ég að hætta að vera Einar dansari og fara í hagfræðinám í Háskóla Íslands og nú er ég bara Einar hagfræðingur. Maður er með mikið af kynningum í hagfræði og Zúmma-hlutverkið hefur vissulega hjálpað mér. Maður las áður handrit en nú eru það skýrslur,“ segir hann og hlær. Jóhann Egill lemur húðir í hljómsveitinni Karma Brigade sem hefur heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Hann lék einnig í Föngum sem sýndir voru á RÚV forðum daga og segir hlutverkið hafa smitað sig af því að koma fram. „Þetta var mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var í fjögur ár sem Zúmmi. Var tvö ár að leika en svo minnkaði það eftir því sem teygðist úr manni. Það var saumaður nýr búningur – fram að því höfðum við Bjartur verið í búningnum sem Einar byrjaði í.“Zúmmarnir þrír samankomnir, Bjartur, Jóhann Egill og Einar Karl.Bjartur viðurkennir að vestið og skórnir hafi verið ansi þröng undir lokin. Bjartur, sem er sonur Hrefnu Hallgrímsdóttur, skapara Skoppu og Skrítlu, segir að það að hafa verið Zúmmi hafi svo sannarlega bætt lífið og hann líti til baka með bros á vör. „Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Maður kynntist líka svo mörgu fólki. Ég man ekki eftir einum degi þar sem þetta var nálægt því að vera leiðinlegt. Ég vildi alltaf fara og hafa gaman,“ segir hann. Jóhann bætir því við að hlutverkið hafi þroskað hann og hann finni hvað það sé auðvelt að tala fyrir framan annað fólk. Hrefna bendir á að drengirnir hafi í raun bara verið börn þegar þeir byrjuðu að leika og þeim hafi því verið hrint út í djúpu laugina. „Þeir urðu bara að synda. Það er eitt að vera flottur í rullunni sinni, læra textann, danssporin og allt þetta, en svo er allt hitt í kringum Skoppu og Skrítlu spuni. Vonandi líta þeir til baka og rifja upp að þetta hafi verið ljúfar minningar,“ segir hún. Drengirnir kinka allir kolli.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira