Íslenska, skólamálið okkar Kristján Jóhann Jónsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun