Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 23:45 Langflestar uppsagnirnar má rekja til gjaldþrots WOW air. Vísir/vilhelm Sannkölluð uppsagnahrina hefur gengið yfir landið síðustu sólarhringa en á annað þúsund manns hefur verið sagt upp störfum í vikunni. Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. Hér á eftir fylgir samantekt á þeim uppsögnum sem greint hefur verið frá síðustu daga – og af nógu er að taka.Ellefu hundruð hjá WOW air Stærsta hópuppsögnin var hjá WOW air, sú umfangsmesta í manna minnum, en ellefu hundruð manns misstu vinnuna hjá flugfélaginu eftir að tilkynnt var að félagið hefði hætt starfsemi að fullu. Í kjölfarið var ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna gjaldþrotsins til að þjónusta þá sem misstu vinnuna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom svo fram að mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi borist stofnuninni síðan í gærmorgun – fleiri en nokkurn tímann áður á svo stuttum tíma. Áhrifa WOW gætir víða Þá munaði einnig töluvert um uppsagnir 315 starfsmanna hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Tilkynnt var um uppsagnirnar í dag en áður hafði legið fyrir að grípa þyrfti til uppsagna vegna gjaldþrots WOW Air.Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, vonast til að ráða marga þeirra starfsmanna sem nú fengu uppsagnarbréf aftur.visir/vilhelmFerðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir sagði svo upp 59 starfsmönnum í gær. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa starfað hjá Kynnisferðium að undanförnu en Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi að uppsagnirnar hafi verið afar erfið ákvörðun. Gray Line fylgdi svo í kjölfar kollega sinna hjá Kynnisferðum og tilkynnti um uppsögn þriggja starfsmanna í dag.Í gær og í dag var sex starfsmönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar sagði í samtali við Vísi í kvöld að uppsagnirnar mætti rekja beint til gjaldþrots WOW þar sem félagið hefði flutt inn um 30 prósent viðskiptavina Fríhafnarinnar.Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum.WOW airÞá hefur Ferðaskrifstofan Gaman-Ferðir sagt upp hluta starfsfólks síns eftir að WOW air varð gjaldþrota. Flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni en framkvæmdastjóri hennar sagði stjórnendurna ætla að vaða í gegnum eld og brennistein til að þurfa ekki að standa við uppsagnirnar. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp hjá fyrirtækinu.BYGG, Pipar og Síminn Fjörutíu starfsmönnum var svo sagt upp hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, sagði í samtali við Vísi í dag að um væri að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka úr ýmsum stéttum iðnaðarmanna. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar væru beintengdar falli flugfélagsins WOW air sagði Gylfi að um væri að ræða varúðarráðstöfun. Fyrir uppsagnir störfuðu alls 215 hjá BYGG. Þá greindi RÚV frá því í dag að Origo hefði sagt upp tíu til fimmtán manns á þriðjudag og miðvikudag vegna skipulagsbreytinga. Haft var eftir Finni Oddssyni forstjóra Origo að augljóslega hafi dregið úr umsvifum á ýmsum sviðum í atvinnulífinu og margt sé mótdrægt. Þar standi upp úr þær kröfur sem nú séu uppi í kjaradeilum á vinnumarkaðnum.Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri PiparsTBWA.VísirFimm starfsmönnum var svo sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins – ekki gjaldþrots WOW air, samkvæmt upplýsingum frá samskiptafulltrúa Símans. Þá verður verslun Símans í Kringlunni lokað um helgina. Í gær var greint frá skipulagsbreytingum hjá Lyfju sem fólu í sér að átta starfsmönnum var sagt upp. Tvö ný stöðugildi verða þó til vegna breytinganna. Þá sagði Auglýsingastofan Pipar/TBWA upp fimm starfsmönnum í gær. Starfsmenn tóku auk þess á sig tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina. Líftæknifyrirtækið WuXi NextCode sagði svo upp 27 starfsmönnum þann 27. mars. Framkvæmdastjóri félagsins sagði þetta lið í endurskipulagningu fyrirtækisins á heimsvísu en um 40 manns munu starfa hjá NextCode eftir niðurskurðinn.Sjá fram á fleiri uppsagnir Ljóst er að a.m.k. 1500 manns hafa misst vinnuna síðustu sólahringa og þess má vænta að fleiri fylgi í kjölfarið. Áhrifafólk í ferðaþjónustunni hefur til að mynda margt lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þannig sagði Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónusunnar í samtali við Vísi í dag að ekki væri ólíklegt að til frekari uppsagna komi í greininni á næstunni.Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, sagði jafnframt að höggið sem hljótist af falli flugfélagsins muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Þá býst Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar við gífurlegu álagi á stofnunina næstu vikur vegna gjaldþrotsins. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Sannkölluð uppsagnahrina hefur gengið yfir landið síðustu sólarhringa en á annað þúsund manns hefur verið sagt upp störfum í vikunni. Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. Hér á eftir fylgir samantekt á þeim uppsögnum sem greint hefur verið frá síðustu daga – og af nógu er að taka.Ellefu hundruð hjá WOW air Stærsta hópuppsögnin var hjá WOW air, sú umfangsmesta í manna minnum, en ellefu hundruð manns misstu vinnuna hjá flugfélaginu eftir að tilkynnt var að félagið hefði hætt starfsemi að fullu. Í kjölfarið var ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna gjaldþrotsins til að þjónusta þá sem misstu vinnuna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom svo fram að mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi borist stofnuninni síðan í gærmorgun – fleiri en nokkurn tímann áður á svo stuttum tíma. Áhrifa WOW gætir víða Þá munaði einnig töluvert um uppsagnir 315 starfsmanna hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Tilkynnt var um uppsagnirnar í dag en áður hafði legið fyrir að grípa þyrfti til uppsagna vegna gjaldþrots WOW Air.Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, vonast til að ráða marga þeirra starfsmanna sem nú fengu uppsagnarbréf aftur.visir/vilhelmFerðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir sagði svo upp 59 starfsmönnum í gær. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa starfað hjá Kynnisferðium að undanförnu en Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi að uppsagnirnar hafi verið afar erfið ákvörðun. Gray Line fylgdi svo í kjölfar kollega sinna hjá Kynnisferðum og tilkynnti um uppsögn þriggja starfsmanna í dag.Í gær og í dag var sex starfsmönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar sagði í samtali við Vísi í kvöld að uppsagnirnar mætti rekja beint til gjaldþrots WOW þar sem félagið hefði flutt inn um 30 prósent viðskiptavina Fríhafnarinnar.Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum.WOW airÞá hefur Ferðaskrifstofan Gaman-Ferðir sagt upp hluta starfsfólks síns eftir að WOW air varð gjaldþrota. Flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni en framkvæmdastjóri hennar sagði stjórnendurna ætla að vaða í gegnum eld og brennistein til að þurfa ekki að standa við uppsagnirnar. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp hjá fyrirtækinu.BYGG, Pipar og Síminn Fjörutíu starfsmönnum var svo sagt upp hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, sagði í samtali við Vísi í dag að um væri að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka úr ýmsum stéttum iðnaðarmanna. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar væru beintengdar falli flugfélagsins WOW air sagði Gylfi að um væri að ræða varúðarráðstöfun. Fyrir uppsagnir störfuðu alls 215 hjá BYGG. Þá greindi RÚV frá því í dag að Origo hefði sagt upp tíu til fimmtán manns á þriðjudag og miðvikudag vegna skipulagsbreytinga. Haft var eftir Finni Oddssyni forstjóra Origo að augljóslega hafi dregið úr umsvifum á ýmsum sviðum í atvinnulífinu og margt sé mótdrægt. Þar standi upp úr þær kröfur sem nú séu uppi í kjaradeilum á vinnumarkaðnum.Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri PiparsTBWA.VísirFimm starfsmönnum var svo sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins – ekki gjaldþrots WOW air, samkvæmt upplýsingum frá samskiptafulltrúa Símans. Þá verður verslun Símans í Kringlunni lokað um helgina. Í gær var greint frá skipulagsbreytingum hjá Lyfju sem fólu í sér að átta starfsmönnum var sagt upp. Tvö ný stöðugildi verða þó til vegna breytinganna. Þá sagði Auglýsingastofan Pipar/TBWA upp fimm starfsmönnum í gær. Starfsmenn tóku auk þess á sig tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina. Líftæknifyrirtækið WuXi NextCode sagði svo upp 27 starfsmönnum þann 27. mars. Framkvæmdastjóri félagsins sagði þetta lið í endurskipulagningu fyrirtækisins á heimsvísu en um 40 manns munu starfa hjá NextCode eftir niðurskurðinn.Sjá fram á fleiri uppsagnir Ljóst er að a.m.k. 1500 manns hafa misst vinnuna síðustu sólahringa og þess má vænta að fleiri fylgi í kjölfarið. Áhrifafólk í ferðaþjónustunni hefur til að mynda margt lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þannig sagði Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónusunnar í samtali við Vísi í dag að ekki væri ólíklegt að til frekari uppsagna komi í greininni á næstunni.Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, sagði jafnframt að höggið sem hljótist af falli flugfélagsins muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Þá býst Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar við gífurlegu álagi á stofnunina næstu vikur vegna gjaldþrotsins.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira