„Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ í nýrri herferð Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 10:30 Lieke Martens í leik með Barcelona. Vísir/Getty Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST Spænski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST
Spænski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira