Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. mars 2019 13:25 Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald í Fossvogsskóla og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. Vísir/vilhelm Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“ Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“