Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2019 10:26 Henry Alexander Henrysson hjá Siðfræðistofnun HÍ segist gruna að tónlist Michael Jackson muni hverfa af spilunarlistum stærstu fjölmiðla á næstunni. Samsett Mikil umræða hefur skapast um hvað skuli gera við listsköpun Michael Jackson í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar Leaving Neverland þar sem tveir menn lýsa ítrekuðum kynferðisbrotum söngvarans gegn þeim þegar þeir voru á barnsaldri. Fyrri hluti heimildarmyndarinnar var sýndur í íslensku sjónvarpi í gær. Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að honum þyki að ekki hafi verið færð fram sannfærandi rök fyrir því að það sé siðferðilega ámælisvert að einstaklingur hafi ekki enn eytt öllum lögum Jackson af Spotify-listum sínum miðað við þær ásakanir sem hafa verið að koma fram. Þó sýnist sér varasamt að hampa Jackson og listsköpun hans í ljósi þessara alvarlegu ásakana. Í heimildarmyndinni Leaving Neverland er sögð saga þeirra Wade Robson og James Safechuck sem ungir kynntust Jackson – annar eftir að hafa leikið með sögvaranum í Pepsi-auglýsingu og hinn eftir að hafa unnið Jackson-danskeppni í Ástralíu og í kjölfarið fengið að koma fram á tónleikum Jackson þar í landi. Bauð söngvarinn þeim meðal annars til að dvelja á Neverland-búgarðinum þar sem strákarnir sváfu oft á tíðum einir með Jackson í svefnherbergi söngvarans. Robson var sjö ára og Safechuck tíu ára þegar brotin voru framin.Michael Jackson með drengjunum James Safechuck (til vinstri) og Wade Robson (til hægri).HBOBreytt viðmið Henry Alexander segir að það sé engin spurning að við séum að verða vitni að því í samtímanum að viðmið séu að breytast varðandi það hvort það sé siðferðilega ámælisvert að styðja við listsköpun þeirra sem sakaðir hafa verið um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. „Áður þótti eðlilegt að miða við hvort fólk hafi hlotið dóma og miða viðbrögð við þau málsatvik sem koma fram í dómum. Núna virðist það viðtekin skoðun að fordæming, eða önnur sterk viðbrögð okkar, þurfi ekki nauðsynlega að byggja á slíku. Og eins og við er að búast fylgir ákveðin óvissa nýjum viðmiðum: Hvað má ég gera og hvað ekki? Má ég hlusta á þetta lag og horfa á þessa mynd?“Ekki fyrsta málið af þessu tagi Henry Alexander bendir á að mál Michaels Jackson sé á engan hátt fyrsta málið af þessu tagi. Mjög líklega verði það þó eitt af þeim sem muni lifa býsna lengi. Mál ef þessu tagi hafa að stórum hluta snúið að kvikmyndaleikstjóranum Woody Allen og kvikmyndir hans. Hvort réttlætanlegt sé fyrir leikara að fara með hlutverk í kvikmyndum hans og almenning að horfa á þær. Fjölda frétta hafa verið skrifaðar um ásakanir Dylan Farrow, fósturdóttur Allen, en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var sjö ára. Ofan á það bætist umdeilt samband Allen og Soon-Yi-Previn, bæði sökum mikils aldursmunar, auk þess að Allen var fósturpabbi hennar þegar sambandið hófst.Lög Jackson lifa, en hvað á að gera við þau? Henry Alexander segir að lög Michael Jackson muni lifa en spyr hvað okkur beri að gera við þau. „Hér er til dæmis mikilvægt að gera ákveðna fyrirvara um hversu langt má ganga í að samsama listamann við listsköpun hans. Og svo eru alltaf óvissuþættir til staðar um málsatvik. Málin eru ekki öll af sama tagi. Viðbrögð verða að standa í eðlilegu hlutfalli við málsatvik, hvernig þeim er lýst og hvort þau hafa komið fram. Einnig verður að gera skýran greinarmun á því hvaða siðferðilegu kröfur við getum gert til aðila og hvaða ábyrgð þeir bera. Í kringum Óskarsafhendinguna núna síðast var ég spurður að því hvað ætti að gera við mynd eins og Shakespeare in Love eftir afhjúpanirnar gagnvart Harvey Weinstein. Ég svaraði því til að ef ég væri dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvar myndi ég ekki hampa þessari tilteknu mynd með því að setja hana á dagskrá en það væri varla siðferðilega ámælisvert fyrir einstakling að velja hana á efnisveitu og rifja upp hvers vegna í ósköpunum hún kom til greina sem verðlaunamynd.“Michael Jackson á alþjóðaflugvellinum í Tókýó í Japan árið 1988.GettyVarasamt að hampa Jackson og tónlist hans Henry Alexander segir að sér þyki að ekki hafi verið færð sannfærandi rök fyrir því að það sé siðferðilega ámælisvert að einstaklingur hafi ekki enn eytt öllum lögum Jackson af Spotify-listum sínum miðað við þær ásakanir sem hafa verið að koma fram. „Á sama tíma sýnist mér varasamt að hampa Jackson og listsköpun hans í ljósi þessara alvarlegu ásakana. Þeir sem hagnast á tónlist hans með söngleikjahaldi og tónleikaviðburðum hljóta að þurfa að hugsa sig um. Einnig virðist það vera eðlilega krafa að útvarpsstöðvar og aðrir miðlar haldi ekki tónlist hans á lofti. Hlutverk okkar ákvarða oft hvaða skyldur okkur ber að hafa í huga. Og það er mikill siðferðilegur munur á því að vera í aðstöðu til að hampa listamanni eða hlusta í einrúmi.“ Að neðan má sjá viðtal fréttamanns CBS við þá Robson og Safechuck.Ronaldo gæti ekki starfað áfram óáreittur annars staðar Henry Alexander segir að eitt helsta vandamálið við þessi nýju viðmið sé hvernig okkur muni ganga að vera samkvæm sjálfum okkur í fordæmingu á ákveðnum einstaklingum ef við veljum þá leið. „Eins og ég nefndi eru engin tvö mál eins og ekki hægt að alhæfa um hvað okkur ber að gera í einu máli út frá öðru. Til dæmis er ég ekki viss um að knattspyrnumaðurinn Ronaldo hefði getað haldið áfram að starfa, til þess að gera óáreittur, ef hann hefði starfað á öðru sviði eftir þær ásakanir sem hafa komið fram gagnvart honum. Og eiga viðbrögð okkar alltaf að velta á því hvort gerður hafi verið sjónvarpsþáttur um málið? Stundum hafa ásakanir verið á allra vitorði ansi lengi.“Michael Jackson í Madison Square Garden í New York á Bad-túrnum.GettyTónlist Jackson mun hverfa af spilunarlistum fjölmiðla BBC greindi frá því í síðustu viku að lög Jackson hafi verið tekin út af lagalista útvarpsstöðvarinnar Radio 2. Væri það gert vegna þeirra upplýsinga sem fram komu í Leaving Neverland. Tónlistarstjóri norska ríkisútvarpið NRK sagði svo að hið sama ætti við um stöðvar NRK, þó að dregið hafi verið í land daginn eftir. Henry Alexander segir að svarið við spurningunni hvort það sé siðferðilega réttmætt að hlusta á lög Michaels Jackson eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins velti á nokkrum hlutum. „Mér finnst ekki í takt við ný viðmið að reyna að vekja sektarkennd hjá fólki fyrir að hlusta á lag sem hann flytur eða hvetja opinberlega til þess að tónlist hans sé sniðgengin af fólki út í bæ. Það eru óeðlilegar siðferðilegar kröfur að fólk beri almennt siðferðilega rannsóknarskyldu áður en það setur lag á fóninn. Einnig er það óréttmæt krafa – ef hún hefur þá komið fram – að eyða listsköpun hans. Við verðum að gera einhvern greinarmun á listamanni og verkum hans. En að sama skapi eru fjöldi einstaklinga í þeirri stöðu að þeim ber skylda til að taka tillit til mögulegra hlustenda. Til þeirra má gera ríkari siðferðilegar kröfur. Mig grunar að tónlist Jackson muni hverfa af spilunarlistum stærstu fjölmiðla á næstunni. Og þrátt fyrir að tónlistarsýningar sem byggja á listsköpun hans verði áfram á fjölunum enn um stund þá hverfa þær einnig af sjónarsviðinu að lokum,“ segir Henry. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Hrikalega stórt skarð fyrir 80s-ið Michael Jackson er endanlega fallinn af stalli eftir Finding Neverland. Fréttablaðið ræðir við íslenska aðdáendur sem kunna Jackson litlar þakkir fyrir að hafa mengað áður ljúfar minningar. 12. mars 2019 09:00 Tilfinningaþrungið viðtal Oprah Winfrey við mennina á bakvið Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO sýndi í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 11. mars 2019 16:30 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hvuttar á kjörstað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um hvað skuli gera við listsköpun Michael Jackson í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar Leaving Neverland þar sem tveir menn lýsa ítrekuðum kynferðisbrotum söngvarans gegn þeim þegar þeir voru á barnsaldri. Fyrri hluti heimildarmyndarinnar var sýndur í íslensku sjónvarpi í gær. Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að honum þyki að ekki hafi verið færð fram sannfærandi rök fyrir því að það sé siðferðilega ámælisvert að einstaklingur hafi ekki enn eytt öllum lögum Jackson af Spotify-listum sínum miðað við þær ásakanir sem hafa verið að koma fram. Þó sýnist sér varasamt að hampa Jackson og listsköpun hans í ljósi þessara alvarlegu ásakana. Í heimildarmyndinni Leaving Neverland er sögð saga þeirra Wade Robson og James Safechuck sem ungir kynntust Jackson – annar eftir að hafa leikið með sögvaranum í Pepsi-auglýsingu og hinn eftir að hafa unnið Jackson-danskeppni í Ástralíu og í kjölfarið fengið að koma fram á tónleikum Jackson þar í landi. Bauð söngvarinn þeim meðal annars til að dvelja á Neverland-búgarðinum þar sem strákarnir sváfu oft á tíðum einir með Jackson í svefnherbergi söngvarans. Robson var sjö ára og Safechuck tíu ára þegar brotin voru framin.Michael Jackson með drengjunum James Safechuck (til vinstri) og Wade Robson (til hægri).HBOBreytt viðmið Henry Alexander segir að það sé engin spurning að við séum að verða vitni að því í samtímanum að viðmið séu að breytast varðandi það hvort það sé siðferðilega ámælisvert að styðja við listsköpun þeirra sem sakaðir hafa verið um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. „Áður þótti eðlilegt að miða við hvort fólk hafi hlotið dóma og miða viðbrögð við þau málsatvik sem koma fram í dómum. Núna virðist það viðtekin skoðun að fordæming, eða önnur sterk viðbrögð okkar, þurfi ekki nauðsynlega að byggja á slíku. Og eins og við er að búast fylgir ákveðin óvissa nýjum viðmiðum: Hvað má ég gera og hvað ekki? Má ég hlusta á þetta lag og horfa á þessa mynd?“Ekki fyrsta málið af þessu tagi Henry Alexander bendir á að mál Michaels Jackson sé á engan hátt fyrsta málið af þessu tagi. Mjög líklega verði það þó eitt af þeim sem muni lifa býsna lengi. Mál ef þessu tagi hafa að stórum hluta snúið að kvikmyndaleikstjóranum Woody Allen og kvikmyndir hans. Hvort réttlætanlegt sé fyrir leikara að fara með hlutverk í kvikmyndum hans og almenning að horfa á þær. Fjölda frétta hafa verið skrifaðar um ásakanir Dylan Farrow, fósturdóttur Allen, en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var sjö ára. Ofan á það bætist umdeilt samband Allen og Soon-Yi-Previn, bæði sökum mikils aldursmunar, auk þess að Allen var fósturpabbi hennar þegar sambandið hófst.Lög Jackson lifa, en hvað á að gera við þau? Henry Alexander segir að lög Michael Jackson muni lifa en spyr hvað okkur beri að gera við þau. „Hér er til dæmis mikilvægt að gera ákveðna fyrirvara um hversu langt má ganga í að samsama listamann við listsköpun hans. Og svo eru alltaf óvissuþættir til staðar um málsatvik. Málin eru ekki öll af sama tagi. Viðbrögð verða að standa í eðlilegu hlutfalli við málsatvik, hvernig þeim er lýst og hvort þau hafa komið fram. Einnig verður að gera skýran greinarmun á því hvaða siðferðilegu kröfur við getum gert til aðila og hvaða ábyrgð þeir bera. Í kringum Óskarsafhendinguna núna síðast var ég spurður að því hvað ætti að gera við mynd eins og Shakespeare in Love eftir afhjúpanirnar gagnvart Harvey Weinstein. Ég svaraði því til að ef ég væri dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvar myndi ég ekki hampa þessari tilteknu mynd með því að setja hana á dagskrá en það væri varla siðferðilega ámælisvert fyrir einstakling að velja hana á efnisveitu og rifja upp hvers vegna í ósköpunum hún kom til greina sem verðlaunamynd.“Michael Jackson á alþjóðaflugvellinum í Tókýó í Japan árið 1988.GettyVarasamt að hampa Jackson og tónlist hans Henry Alexander segir að sér þyki að ekki hafi verið færð sannfærandi rök fyrir því að það sé siðferðilega ámælisvert að einstaklingur hafi ekki enn eytt öllum lögum Jackson af Spotify-listum sínum miðað við þær ásakanir sem hafa verið að koma fram. „Á sama tíma sýnist mér varasamt að hampa Jackson og listsköpun hans í ljósi þessara alvarlegu ásakana. Þeir sem hagnast á tónlist hans með söngleikjahaldi og tónleikaviðburðum hljóta að þurfa að hugsa sig um. Einnig virðist það vera eðlilega krafa að útvarpsstöðvar og aðrir miðlar haldi ekki tónlist hans á lofti. Hlutverk okkar ákvarða oft hvaða skyldur okkur ber að hafa í huga. Og það er mikill siðferðilegur munur á því að vera í aðstöðu til að hampa listamanni eða hlusta í einrúmi.“ Að neðan má sjá viðtal fréttamanns CBS við þá Robson og Safechuck.Ronaldo gæti ekki starfað áfram óáreittur annars staðar Henry Alexander segir að eitt helsta vandamálið við þessi nýju viðmið sé hvernig okkur muni ganga að vera samkvæm sjálfum okkur í fordæmingu á ákveðnum einstaklingum ef við veljum þá leið. „Eins og ég nefndi eru engin tvö mál eins og ekki hægt að alhæfa um hvað okkur ber að gera í einu máli út frá öðru. Til dæmis er ég ekki viss um að knattspyrnumaðurinn Ronaldo hefði getað haldið áfram að starfa, til þess að gera óáreittur, ef hann hefði starfað á öðru sviði eftir þær ásakanir sem hafa komið fram gagnvart honum. Og eiga viðbrögð okkar alltaf að velta á því hvort gerður hafi verið sjónvarpsþáttur um málið? Stundum hafa ásakanir verið á allra vitorði ansi lengi.“Michael Jackson í Madison Square Garden í New York á Bad-túrnum.GettyTónlist Jackson mun hverfa af spilunarlistum fjölmiðla BBC greindi frá því í síðustu viku að lög Jackson hafi verið tekin út af lagalista útvarpsstöðvarinnar Radio 2. Væri það gert vegna þeirra upplýsinga sem fram komu í Leaving Neverland. Tónlistarstjóri norska ríkisútvarpið NRK sagði svo að hið sama ætti við um stöðvar NRK, þó að dregið hafi verið í land daginn eftir. Henry Alexander segir að svarið við spurningunni hvort það sé siðferðilega réttmætt að hlusta á lög Michaels Jackson eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins velti á nokkrum hlutum. „Mér finnst ekki í takt við ný viðmið að reyna að vekja sektarkennd hjá fólki fyrir að hlusta á lag sem hann flytur eða hvetja opinberlega til þess að tónlist hans sé sniðgengin af fólki út í bæ. Það eru óeðlilegar siðferðilegar kröfur að fólk beri almennt siðferðilega rannsóknarskyldu áður en það setur lag á fóninn. Einnig er það óréttmæt krafa – ef hún hefur þá komið fram – að eyða listsköpun hans. Við verðum að gera einhvern greinarmun á listamanni og verkum hans. En að sama skapi eru fjöldi einstaklinga í þeirri stöðu að þeim ber skylda til að taka tillit til mögulegra hlustenda. Til þeirra má gera ríkari siðferðilegar kröfur. Mig grunar að tónlist Jackson muni hverfa af spilunarlistum stærstu fjölmiðla á næstunni. Og þrátt fyrir að tónlistarsýningar sem byggja á listsköpun hans verði áfram á fjölunum enn um stund þá hverfa þær einnig af sjónarsviðinu að lokum,“ segir Henry.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Hrikalega stórt skarð fyrir 80s-ið Michael Jackson er endanlega fallinn af stalli eftir Finding Neverland. Fréttablaðið ræðir við íslenska aðdáendur sem kunna Jackson litlar þakkir fyrir að hafa mengað áður ljúfar minningar. 12. mars 2019 09:00 Tilfinningaþrungið viðtal Oprah Winfrey við mennina á bakvið Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO sýndi í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 11. mars 2019 16:30 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hvuttar á kjörstað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00
Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30
Hrikalega stórt skarð fyrir 80s-ið Michael Jackson er endanlega fallinn af stalli eftir Finding Neverland. Fréttablaðið ræðir við íslenska aðdáendur sem kunna Jackson litlar þakkir fyrir að hafa mengað áður ljúfar minningar. 12. mars 2019 09:00
Tilfinningaþrungið viðtal Oprah Winfrey við mennina á bakvið Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO sýndi í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 11. mars 2019 16:30