Níu milljarða DVD-iðjuver Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. mars 2019 07:00 Tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. AirBnb selur meira gistirými en nokkur annar í heiminum en á ekki eina einustu íbúð og ekki hótel heldur. Fyrirtæki á borð við Uber og Lyft hafa gerbreytt starfsumhverfi leigubílstjóra. Bankar taka stakkaskiptum. Yfirmenn og eigendur banka standa frammi fyrir því að þurfa að laga sig að breyttum veruleika – þeir geta tekið forystu, leitt breytingar, elt þróunina sem þegar er hafin eða hægt og rólega lagt upp laupana. Samkeppnin fer æ harðnandi og sífellt fleiri taka þátt í henni. Tæknirisar á borð við Apple hafa boðað byltingu í bankaþjónustu í allra nánustu framtíð og bankar, sem eingöngu starfa á netinu, hafa þegar verið stofnaðir víða. Meira að segja flóknustu fjármálagerningar, svo sem stórar skuldabréfaútgáfur, geta nú farið meira og minna fram gegnum tölvur. Þar sem áður þurfti tugi sérfræðinga, þarf nú aðeins örfáa. Auðvitað er þetta framtíðin, og hún er þegar gengin í garð hér á landi. Kvika banki kynnti í vikunni sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða talsvert hærri vexti en aðrir bankar hér á landi bjóða. Ástæða þess að bankinn getur boðið þessi kjör er einföld. Þjónustan fer eingöngu fram á netinu og því er yfirbyggingin nánast engin; engin útibú og engir þjónustufulltrúar. Nokkrar mínútur tekur að stofna reikninginn. Á meðan fréttir af nýrri fjármálaþjónustu Kviku berast, heyrast fréttir af framkvæmdum sem hafnar eru við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, banka í ríkiseigu, á einni dýrustu lóð í borginni. Áætlaður kostnaður við höfuðstöðvarnar nemur níu milljörðum króna. Hugmyndir um nýju höfuðstöðvarnar fyrir neðan Arnarhól eru ekki nýjar. Sumarið 2008, skömmu fyrir hrun, var blásið til hugmyndasamkeppni um byggingu þeirra. Skömmu eftir hrun voru úrslitin svo tilkynnt, en þá þótti ljóst að vinningstillagan yrði ekki að veruleika – að minnsta kosti ekki um sinn. Nú, rúmum tíu árum síðar, hefur engum sem hefur með málið að gera dottið í hug að hætta við framkvæmdirnar. Þrátt fyrir að hugmyndin sé ámóta framsýn og að ætla sér að reisa 9 milljarða króna DVD-verksmiðju árið 2019. Nýju höfuðstöðvarnar skulu þannig rísa við hlið Hörpu við Austurhöfn í nafni hagræðingar. Þar ætlar bankinn að reisa 16.500 fermetra byggingu undir sína hefðbundnu starfsemi. Fyrir þetta greiða neytendur, fólkið í landinu, vitaskuld að lokum. Okkar séríslenska króna er nefnilega ekki eina ástæða hás vaxtastigs og mikils bankakostnaðar í landinu. Alkunna er, að bankakerfið á Íslandi er of umsvifamikið. Fyrirséð er að fækkun verði í stétt bankamanna. Tækninýjungarnar bjóða hagræðingunni heim. Þá er bara spurningin: Hvaða fólk eiga nýju höfuðstöðvarnar að hýsa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. AirBnb selur meira gistirými en nokkur annar í heiminum en á ekki eina einustu íbúð og ekki hótel heldur. Fyrirtæki á borð við Uber og Lyft hafa gerbreytt starfsumhverfi leigubílstjóra. Bankar taka stakkaskiptum. Yfirmenn og eigendur banka standa frammi fyrir því að þurfa að laga sig að breyttum veruleika – þeir geta tekið forystu, leitt breytingar, elt þróunina sem þegar er hafin eða hægt og rólega lagt upp laupana. Samkeppnin fer æ harðnandi og sífellt fleiri taka þátt í henni. Tæknirisar á borð við Apple hafa boðað byltingu í bankaþjónustu í allra nánustu framtíð og bankar, sem eingöngu starfa á netinu, hafa þegar verið stofnaðir víða. Meira að segja flóknustu fjármálagerningar, svo sem stórar skuldabréfaútgáfur, geta nú farið meira og minna fram gegnum tölvur. Þar sem áður þurfti tugi sérfræðinga, þarf nú aðeins örfáa. Auðvitað er þetta framtíðin, og hún er þegar gengin í garð hér á landi. Kvika banki kynnti í vikunni sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða talsvert hærri vexti en aðrir bankar hér á landi bjóða. Ástæða þess að bankinn getur boðið þessi kjör er einföld. Þjónustan fer eingöngu fram á netinu og því er yfirbyggingin nánast engin; engin útibú og engir þjónustufulltrúar. Nokkrar mínútur tekur að stofna reikninginn. Á meðan fréttir af nýrri fjármálaþjónustu Kviku berast, heyrast fréttir af framkvæmdum sem hafnar eru við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, banka í ríkiseigu, á einni dýrustu lóð í borginni. Áætlaður kostnaður við höfuðstöðvarnar nemur níu milljörðum króna. Hugmyndir um nýju höfuðstöðvarnar fyrir neðan Arnarhól eru ekki nýjar. Sumarið 2008, skömmu fyrir hrun, var blásið til hugmyndasamkeppni um byggingu þeirra. Skömmu eftir hrun voru úrslitin svo tilkynnt, en þá þótti ljóst að vinningstillagan yrði ekki að veruleika – að minnsta kosti ekki um sinn. Nú, rúmum tíu árum síðar, hefur engum sem hefur með málið að gera dottið í hug að hætta við framkvæmdirnar. Þrátt fyrir að hugmyndin sé ámóta framsýn og að ætla sér að reisa 9 milljarða króna DVD-verksmiðju árið 2019. Nýju höfuðstöðvarnar skulu þannig rísa við hlið Hörpu við Austurhöfn í nafni hagræðingar. Þar ætlar bankinn að reisa 16.500 fermetra byggingu undir sína hefðbundnu starfsemi. Fyrir þetta greiða neytendur, fólkið í landinu, vitaskuld að lokum. Okkar séríslenska króna er nefnilega ekki eina ástæða hás vaxtastigs og mikils bankakostnaðar í landinu. Alkunna er, að bankakerfið á Íslandi er of umsvifamikið. Fyrirséð er að fækkun verði í stétt bankamanna. Tækninýjungarnar bjóða hagræðingunni heim. Þá er bara spurningin: Hvaða fólk eiga nýju höfuðstöðvarnar að hýsa?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun