Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 12:37 Barnier, aðalsamningamaður ESB, ávarpaði Evrópuþingið um stöðu Brexit í dag. Vísir/EPA Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44