Innlent

Kallaðar út vegna ferða­manns í vanda á Vatna­jökli

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitirnar voru kallaðar úr klukkan 19.
Björgunarsveitirnar voru kallaðar úr klukkan 19. Björgunarsveitir Hornafjarðar
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna ferðamanns sem er í vanda á Vatnajökli.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að unnið sé að því að staðsetja manninn, en hann hafði ætlað sér að ferðast yfir jökulinn en lenti í ógöngur eftir að búnaður hans laskaðist.

Davíð Már segir að hópar björgunarsveitarmanna séu á leiðinni að jöklinum úr tveimur áttum með bíla og sleða. Hann segir að snjóbílar séu á leiðinni frá Reykjavík, en veðrið á svæðinu er að versna.

Björgunarsveitirnar voru kallaðar úr klukkan 19.

Uppfært 23:03:

Friðrik Jónas Friðriksson úr Björgunarfélagi Hornarfjarðar segir að björgunarsveitir sæki að manninum úr þremur áttum. Líkleg staðsetning mannsins er fimm kílómetrar norðan við Pálsfjall á Síðujökli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×