Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2019 09:00 Miklir fjármunir fóru í viðbyggingu við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira