Klopp hefur ekki tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem stjóri Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 12:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Chris Brunskill Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa haft betur í tveimur leikjum á móti þýska liðinu Bayern München. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hélt þar áfram sigurgöngu sinni í Evrópukeppninni. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool í október 2015 og síðan hefur liðið komist í úrslitaleikinn í báðum Evrópukeppnum sínum undir stjórn Þjóðverjans. Fyrst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið 2016 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Liverpool var ekki í neinni Evrópukeppni tímabilið 2016-17 en komst árið eftir í Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið. Liverpool er nú komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Sigurinn á Bayern München í gær þýðir að Liverpool-liðið hefur unnið öll átta tveggja leikja einvígi sín í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp. Tvö lið hafa slegið Liverpool út í Evrópukeppni, fyrst Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel 18. maí 2016 og svo Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev 26. maí 2018. Í bæði skiptin var um einn úrslitaleik að ræða. Það hefur aftur á móti enginn séð við Jürgen Klopp í tveggja leikja einvígi. Jürgen Klopp tapaði síðast tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni þegar hann var stjóri Borussia Dortmund. Þýska liðið féll þá út á móti ítalska félaginu Juventus í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessa mögnuðu sigurgöngu Liverpool í tveggja leikja einvígum undir stjórn Jürgen Klopp.Tveggja leikja einvígi Liverpool í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp:Evrópudeildin 2015-2016:32 liða úrslit: Liverpool sló út Augsburg frá Þýskalandi (1-0 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 1-0 sigur á heimavelli 16 liða úrslit: Liverpool sló út Manchester United frá Englandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 2-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 1-1 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Borussia Dortmund frá Þýskalandi (5-4 samanlagt) Fyrri leikur: 1-1 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 4-3 sigur á heimavelliUndanúrslit: Liverpool sló út Villarreal frá Spáni (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 1-0 tap á útiveli Seinni leikur: 3-0 sigur á heimavelliMeistaradeildin 2017-2018Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Porto frá Portúgal (5-0 samanlagt) Fyrri leikur: 5-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 0-0 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Manchester City frá Englandi (5-1 samanlagt) Fyrri leikur: 3-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 2-1 sigur á útivelliUndanúrslit: Liverpool sló út Roma frá Ítalíu (7-6 samanlagt) Fyrri leikur: 5-2 sigur á heimavelli Seinni leikur: 4-2 tap á útivelliMeistaradeildin 2018-2019Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Bayern München frá Þýskalandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á heimavelli Seinni leikur: 3-1 sigur á útivelli Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa haft betur í tveimur leikjum á móti þýska liðinu Bayern München. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hélt þar áfram sigurgöngu sinni í Evrópukeppninni. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool í október 2015 og síðan hefur liðið komist í úrslitaleikinn í báðum Evrópukeppnum sínum undir stjórn Þjóðverjans. Fyrst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið 2016 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Liverpool var ekki í neinni Evrópukeppni tímabilið 2016-17 en komst árið eftir í Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið. Liverpool er nú komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Sigurinn á Bayern München í gær þýðir að Liverpool-liðið hefur unnið öll átta tveggja leikja einvígi sín í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp. Tvö lið hafa slegið Liverpool út í Evrópukeppni, fyrst Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel 18. maí 2016 og svo Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev 26. maí 2018. Í bæði skiptin var um einn úrslitaleik að ræða. Það hefur aftur á móti enginn séð við Jürgen Klopp í tveggja leikja einvígi. Jürgen Klopp tapaði síðast tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni þegar hann var stjóri Borussia Dortmund. Þýska liðið féll þá út á móti ítalska félaginu Juventus í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessa mögnuðu sigurgöngu Liverpool í tveggja leikja einvígum undir stjórn Jürgen Klopp.Tveggja leikja einvígi Liverpool í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp:Evrópudeildin 2015-2016:32 liða úrslit: Liverpool sló út Augsburg frá Þýskalandi (1-0 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 1-0 sigur á heimavelli 16 liða úrslit: Liverpool sló út Manchester United frá Englandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 2-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 1-1 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Borussia Dortmund frá Þýskalandi (5-4 samanlagt) Fyrri leikur: 1-1 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 4-3 sigur á heimavelliUndanúrslit: Liverpool sló út Villarreal frá Spáni (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 1-0 tap á útiveli Seinni leikur: 3-0 sigur á heimavelliMeistaradeildin 2017-2018Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Porto frá Portúgal (5-0 samanlagt) Fyrri leikur: 5-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 0-0 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Manchester City frá Englandi (5-1 samanlagt) Fyrri leikur: 3-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 2-1 sigur á útivelliUndanúrslit: Liverpool sló út Roma frá Ítalíu (7-6 samanlagt) Fyrri leikur: 5-2 sigur á heimavelli Seinni leikur: 4-2 tap á útivelliMeistaradeildin 2018-2019Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Bayern München frá Þýskalandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á heimavelli Seinni leikur: 3-1 sigur á útivelli
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira