Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 11:00 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni 9. febrúar síðastliðinn en Davíð Karl bróðir hans segir fjölskyldu hans langt frá því að hafa gefist upp á leitinni. „Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira