Mafíuforingi skotinn til bana í New York Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 12:27 Vitni segja að ættingjar Cali hafi þust út á götu eftir að hann var skotinn og setið grátandi yfir honum þar. Vísir/AP Höfuðpaur Gambino-glæpafjölskyldunnar í New York var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í gærkvöldi. Morðingi hans flúði vettvang og gengur laus. Þetta er fyrsta morðið á mafíuforingja í borginni í áratugi. Frank Cali var 53 ára gamall. Vitni segja að morðinginn hafi skotið hann sex skotum og svo keyrt á hann í Todt Hill-hverfinu á Staten-eyju. Cali lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Cali gekk undir viðurnefninu Frankie Boy.Vísir/EPAFjölmiðlar í New York segja að þetta sé í fyrsta skipti sem mafíuforingi er drepinn í borginni frá árinu 1985. Gambino-fjölskyldan er ein af fimm stóru ítölsku mafíufjölskyldunum í New York og var eitt sinn talin ein stærstu skipulögðu glæpasamtök í Bandaríkjunum. Völd hennar eru talin hafa dvínað eftir að leiðtogar hennar voru handteknir á 10. áratugnum. Cali er talinn hafa tekið við stjórn samtakanna árið 2015. Talið er að hann hafi aðeins hlotið einn dóm um ævina. Sat hann inni í sextán mánuði fyrir samsæri um fjárkúgun árið 2008. Síðast var mafíuforingi myrtur í New York þegar Paul Castellano, þáverandi leiðtogi Gambino-fjölskyldunnar, var skotinn til bana fyrir utan veitingastað árið 1985 að skipan Johns Gotti. Gotti tók síðan við stjórn fjölskyldunnar þar til hann var sakfelldur fyrir fjárkúgun og morð árið 1992. Hann lést í fangelsi árið 2002. Todt Hill-hverfið er sagt alræmt fyrir tengsl sín við skipulagða glæpastarfsemi. Hverfið var meðal annars notað sem baksvið kvikmyndarinnar Guðföðurins árið 1972. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Höfuðpaur Gambino-glæpafjölskyldunnar í New York var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í gærkvöldi. Morðingi hans flúði vettvang og gengur laus. Þetta er fyrsta morðið á mafíuforingja í borginni í áratugi. Frank Cali var 53 ára gamall. Vitni segja að morðinginn hafi skotið hann sex skotum og svo keyrt á hann í Todt Hill-hverfinu á Staten-eyju. Cali lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Cali gekk undir viðurnefninu Frankie Boy.Vísir/EPAFjölmiðlar í New York segja að þetta sé í fyrsta skipti sem mafíuforingi er drepinn í borginni frá árinu 1985. Gambino-fjölskyldan er ein af fimm stóru ítölsku mafíufjölskyldunum í New York og var eitt sinn talin ein stærstu skipulögðu glæpasamtök í Bandaríkjunum. Völd hennar eru talin hafa dvínað eftir að leiðtogar hennar voru handteknir á 10. áratugnum. Cali er talinn hafa tekið við stjórn samtakanna árið 2015. Talið er að hann hafi aðeins hlotið einn dóm um ævina. Sat hann inni í sextán mánuði fyrir samsæri um fjárkúgun árið 2008. Síðast var mafíuforingi myrtur í New York þegar Paul Castellano, þáverandi leiðtogi Gambino-fjölskyldunnar, var skotinn til bana fyrir utan veitingastað árið 1985 að skipan Johns Gotti. Gotti tók síðan við stjórn fjölskyldunnar þar til hann var sakfelldur fyrir fjárkúgun og morð árið 1992. Hann lést í fangelsi árið 2002. Todt Hill-hverfið er sagt alræmt fyrir tengsl sín við skipulagða glæpastarfsemi. Hverfið var meðal annars notað sem baksvið kvikmyndarinnar Guðföðurins árið 1972.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira