Innlent

Bjarni boðar þingflokkinn til fundar

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað þingflokk Sjálfstæðisflokksins til fundar í Alþingishúsinu klukkan 14:30 í dag. Ætla má að þar muni Bjarni muni ræða við þingmenn um stöðuna sem er upp komin eftir að Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær. 

Bjarni fundaði með ríkisstjórninni í stjórnarráðshúsinu fyrr í dag en Bjarni sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að ekki hefði verið búið að taka ákvörðun um hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu.

Nýr dómsmálaráðherra tekur síðan við embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 16 í dag og má vænta að Bjarni tilkynni þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á fundinum klukkan hálf þrjú í dag hver það mun verða. 


Tengdar fréttir

Forystufólk flokksins líklegt

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis.

Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar

Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×