Fótbolti

Gary Lineker spurði á Twitter og svarið var Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Getty/Victor Carretero
Þetta var vikan þar sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi minntu okkur enn á ný hvað þeir eru rosalega góðir í fótbolta.

Fyrir vikið blossaði enn á ný upp umræðan hvor sér betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Þeir eru jafnólíkir fótboltamenn og þeir eru góðir fótboltamenn.

Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt það ótal oft á sínum ferli hversu öflugir þeir eru og það standa fá met eftir sem þeir hafa ekki slegið.

Umræðan er ekki aðeins um hvor þeirra sé betri heldur hvort annar þeirra sé besti knattspyrnumaður allra tíma.





Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri Juventus á Atletico Madrid þar sem ítalska liðið vann upp 2-0 forskot Spánverjanna frá því í fyrri leiknum.

Kraftur, orka og útgleislun Cristiano Ronaldo í leiknum var engu lík þar sem hann keyrði sitt lið áfram og gerði ofan á það útslagið með þessum þremur mörkum.

Daginn eftir var komið að Lionel Messi og hann brást ekki. Messi átti þátt í fjórum af fimm mörkum Barcelona í 5-1 sigri á Lyon, skoraði tvö sjálfur en átti einnig tvær stoðsendingar.

Gary Lineker, fyrrum framherji enska landsliðsins og markakóngur á HM 1986, hefur átt farsælan sjónvarpsferil eftir að fótboltaferlinum lauk. Hann hefur unnið mikið fyrir BBC og er núna umsjónarmaður Meistaradeildarþáttarins á BT Sport sem og Match of the Day á BBC.

Hann ákvað að spyrja fylgjendur sína á Twitter hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, og fékk nóg að svörum. Nú er niðurstaðan komin eins og sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×