„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:36 Sigríður Andersen þegar hún gekk út af Bessastöðum í dag. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07