Segir ekkert smámál að lækka laun Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór „Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira