Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 08:15 Liðsmenn krikketliðsins frá Bangladess fagna í einum af leikjum sínum í Nýja Sjálandi. Getty/Hagen Hopkins Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam. Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam.
Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti