Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 08:15 Liðsmenn krikketliðsins frá Bangladess fagna í einum af leikjum sínum í Nýja Sjálandi. Getty/Hagen Hopkins Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam. Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam.
Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira