Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 12:42 Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er fyrir loftslagið. Landssamtök íslenskra stúdenta, Íslandsdeild Amnesty International, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa fyrir verkfallinu. Verkfallið í dag var með öðrum hætti en síðustu föstudaga þar sem dagskrá hófst við Hallgrímskirkju og kröfuganga gengin niður að Austurvelli þar sem kröfufundur fer fram. Mótmælin fara samtímis fram víða um heim og er nú mótmælt meðal annars í Danmörku, Filippseyjum, Ítalíu og Sviss þar sem þúsundir hafa safnast saman til þess að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Talið er að verkfallið fari fram í yfir hundrað löndum í dag en verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. Að sögn skipuleggjenda er tilgangurinn að vekja athygli á loftslagsmálum og sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir. Bent er á að stjórnvöld hafi sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en núverandi aðgerðaráætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Skipuleggjendur hafa gefið það út að verkföllin munu halda áfram alla föstudaga þar til gripið verður til aðgerða. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu en greinilegt er að ungir sem aldnir láti sig loftslagsmálin varða. Loftslagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er fyrir loftslagið. Landssamtök íslenskra stúdenta, Íslandsdeild Amnesty International, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa fyrir verkfallinu. Verkfallið í dag var með öðrum hætti en síðustu föstudaga þar sem dagskrá hófst við Hallgrímskirkju og kröfuganga gengin niður að Austurvelli þar sem kröfufundur fer fram. Mótmælin fara samtímis fram víða um heim og er nú mótmælt meðal annars í Danmörku, Filippseyjum, Ítalíu og Sviss þar sem þúsundir hafa safnast saman til þess að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Talið er að verkfallið fari fram í yfir hundrað löndum í dag en verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. Að sögn skipuleggjenda er tilgangurinn að vekja athygli á loftslagsmálum og sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir. Bent er á að stjórnvöld hafi sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en núverandi aðgerðaráætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Skipuleggjendur hafa gefið það út að verkföllin munu halda áfram alla föstudaga þar til gripið verður til aðgerða. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu en greinilegt er að ungir sem aldnir láti sig loftslagsmálin varða.
Loftslagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44