Gas! Gas! Guðmundur Brynjólfsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun