Fékk sér sopa hjá áhorfanda í miðjum NBA leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 16:00 Mike Scott fékk sér sopa af drykk konunnar en bað hann um leyfi? APAaron Gash Það gerist oft að NBA-leikmenn kasta sér á eftir bolta út á meðal áhorfenda á fremsta bekk. Það er samt ekki allir sem fá smá bónus eftir að hafa endað meðal fína og ríka fólksins í dýrustu sætum hússins. Það gerðist hins vegar hjá Mike Scott sem spilar með liði Philadelphia 76ers. Hann var að spila með Sixers í gær á útivelli á móti Milwaukee Bucks. Strax í fyrsta leikhluta kastaði Mike Scott sér á eftir bolta og endaði meðal áhorfendanna sem sátu á gólfinu..@mikescott understands the importance of proper hydration. #Shaqtinpic.twitter.com/0Pqp3H6PbF — Shaqtin' a Fool (@shaqtin) March 17, 2019Mike Scott stóðst ekki freistinguna og fékk sér sopa hjá einum af þeim áhorfendum sem fengu hann þarna óvænt í fangið. Sú var kona sem sat í annarri röð. Scott var ekki mikið að spyrja um leyfi eða hvað væri í glasinu en það má búast við að það hafi verið eitthvað sterkara en Coca Cola. Menn fóru fljótlega að reyna að komast að því hvað var í glasinu og eru tvær tilgátur um það. Einhverjar heimildir segja að í glasinu hafi verið bjór frá Milwaukee en aðrar halda því fram að í glasinu hafi verið kokkteill blandaður á staðnum. Mike Scott kom á dögunum til Sixers í leikmannaskiptum við Los Angeles Clippers og var þarna að spila sinn sextánda leik með liðinu. Scott hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum í leiknum en það fylgir ekki sögunni hvort drykknum sé um að kenna eða einhverju öðru. Hann endaði með 6 stig og 7 fráköst á 24 mínútum. Scott er með 8,0 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leikjum sínum með Philadelphia 76ers. NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Það gerist oft að NBA-leikmenn kasta sér á eftir bolta út á meðal áhorfenda á fremsta bekk. Það er samt ekki allir sem fá smá bónus eftir að hafa endað meðal fína og ríka fólksins í dýrustu sætum hússins. Það gerðist hins vegar hjá Mike Scott sem spilar með liði Philadelphia 76ers. Hann var að spila með Sixers í gær á útivelli á móti Milwaukee Bucks. Strax í fyrsta leikhluta kastaði Mike Scott sér á eftir bolta og endaði meðal áhorfendanna sem sátu á gólfinu..@mikescott understands the importance of proper hydration. #Shaqtinpic.twitter.com/0Pqp3H6PbF — Shaqtin' a Fool (@shaqtin) March 17, 2019Mike Scott stóðst ekki freistinguna og fékk sér sopa hjá einum af þeim áhorfendum sem fengu hann þarna óvænt í fangið. Sú var kona sem sat í annarri röð. Scott var ekki mikið að spyrja um leyfi eða hvað væri í glasinu en það má búast við að það hafi verið eitthvað sterkara en Coca Cola. Menn fóru fljótlega að reyna að komast að því hvað var í glasinu og eru tvær tilgátur um það. Einhverjar heimildir segja að í glasinu hafi verið bjór frá Milwaukee en aðrar halda því fram að í glasinu hafi verið kokkteill blandaður á staðnum. Mike Scott kom á dögunum til Sixers í leikmannaskiptum við Los Angeles Clippers og var þarna að spila sinn sextánda leik með liðinu. Scott hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum í leiknum en það fylgir ekki sögunni hvort drykknum sé um að kenna eða einhverju öðru. Hann endaði með 6 stig og 7 fráköst á 24 mínútum. Scott er með 8,0 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leikjum sínum með Philadelphia 76ers.
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira