Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-32 │Sterkur sigur ÍBV á Hlíðarenda Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. mars 2019 21:45 Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV. VÍSIR/vilhelm ÍBV vann þriggja marka sigur 29-32 á Val í átjándu umferð Olísdeildar karla í handbolta á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir úr Vestmannaeyjum byrjuðu leikinn mun betur. Vörn þeirra stóð vel og þeir fundu lausnir í sókninni hinu megin. Valsmönnum gekk mjög illa að koma boltanum í markið og eftir tíu mínútur voru þeir aðeins búnir að skora þrjú mörk. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik tók Valur hins vegar mjög gott áhlaup og skoraði fjögur mörk í röð sem minnkaði muninn niður í eitt mark. Þjálfarar Eyjamanna tóku leikhlé til þess að reyna að stoppa áhlaupið en það virkaði ekki betur en svo að Valsmenn jöfnuðu leikinn í næstu sókn þeirra. Svo hætti sóknarleikur Vals aftur að ganga og Eyjamenn gengu á lagið. Í hálfleik var staðan 17-13 fyrir ÍBV. Eyjamenn mættu ekki alveg af sama krafti inn í seinni hálfleikinn á meðan hálfleiksræðan kveikti aðeins í Val. Valur jafnaði leikinn á 39. mínútu úr hraðaupphlaupi og Úlfar Páll Monsi Þórðarson kom Val svo yfir í fyrsta skipti í leiknum úr öðru hraðaupphlaupi mínútu síðar. Næstu mínútur voru æsispennandi en gestirnir náðu yfirhöndinni aftur þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Þeir gáfu forystuna ekki aftur og leiknum lauk með þriggja marka sigri þeirra hvítu.Af hverju vann ÍBV ? Gestirnir mættu mjög sterkir til leiks. Þeir spiluðu hörku varnarleik og náðu upp góðum sóknarleik. Valsmenn vissulega gerðu þeim ekki eins erfitt fyrir og menn eiga að venja, hin umtalaða Valsvörn var ekki á sínum stað í dag. ÍBV var einfaldlega betri aðilinn í leiknum, þeir leiddu nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið.Hverjir stóðu upp úr? Kristján Orri Kristjánsson var mjög öflugur, sérstaklega fyrri part leiksins ásamt því að mörk Hákons Daða Styrmissonar af vítalínunni voru drjúg fyrir ÍBV. Þá var Kári Kristján Kristjánsson erfiður við að eiga inni á línunni. Í liði Vals sá Magnús Óli Magnússon um sóknarleikinn og dró sína menn áfram á köflum í leiknum.Hvað gekk illa? Valsmenn voru ekki að standa vörnina nógu vel, sérstaklega í byrjun leiks. Hvorugt liðið var að fá neina framúrskarandi markvörslu, en hún var þó ekkert áberandi slök heldur. Á köflum var Valur að gera mikið af klaufalegum mistökum sem lið af þeirra gæðaflokki gerir ekki á góðum degi.Hvað gerist næst? Valur tekur á móti Akureyri í næstu umferð á meðan ÍBV mætir FH í Vestmannaeyjum.Erlingur: Vel leikinn leikur „Liðsandinn og baráttan í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Klókindi heilt yfir þó að við höfum aðeins misst hausinn nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Þetta var bara vel leikinn leikur.“ Leikurinn varð nokkuð spennandi á kafla í síðari hálfleik en annars var ÍBV með yfirhöndina svo gott sem allan tímann. „Við náðum að halda forystunni nánast allan leikinn og það er virkilega sterkt hérna á Hlíðarenda.“ „Ég er virkilega ánægður með það og liðsheildin vann þennan leik.“ „Þetta er bara hörkubarátta í deildinni og við erum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni, þangað viljum við fara og ætlum að vera og þessi stig voru ákaflega dýrmæt upp á það skref.“Guðlaugur: Auðvitað hef ég áhyggjur „Fyrst og fremst vantar að liðið okkar byrji leikinn. Að það komi inn í leikinn eins og við viljum að þeir byrji leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals. „Við erum ofboðslega lélegir varnarlega framan af, þeir skora bara auðveldlega. Við fáum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik sem er bara skandall fyrir okkur. Það fyrst og fremst vantar karakterinn í okkur.“ Valur hefur ekki unnið deildarleik síðan 11. febrúar. Bikarinn hefur reyndar tekið mikið pláss síðustu vikur og þar komu sigrar, þetta var aðeins þriðji leikurinn síðan sigurinn kom gegn ÍR þann 11. febrúar. Hefur Guðlaugur áhyggjur af því að Valur sé ekki að sigla sigrunum heim? „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að við séum ekki að vinna. Ég hef áhyggjur af spilamennskunni, ég hef áhyggjur af því hvernig menn mæta til leiks og ég hef áhyggjur af síðustu tveimur vikum hjá okkur.“ „Það er fullt af áhyggjum hjá okkur akkúrat núna og það er eitthvað sem við þurfum að leysa. Það reynir á okkur Snorra (Stein Guðjónsson, hinn þjálfara Vals), það reynir á liðið og alla í kringum liðið.“ Valur er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka og þremur stigum á eftir Selfyssingum þegar fjórar umferðir eru eftir. Er deildarmeistaratitillinn horfinn þeim úr greipum? „Nú horfi ég bara á næstu æfingu, við þurfum að skila ákveðinni vinnu þar. Við þurfum að horfa inn á við og þessar fjórar æfingar fram að næsta leik eru gríðarlega mikilvægar.“Hákon: Ógeðslega stoltur af liðinu „Það er ógeðslega gaman að hafa verið inni á vellinum, erfiður útivöllur og ég er ógeðslega stoltur af liðnu,“ sagði Hákon Daði Styrmisson sem var markahæstur í liði ÍBV í dag. „Okkur fannst við vera með full mikið af töpuðum boltum í byrjun seinni hálfleiks, það fara þrjú dauðafæri og svo köstum við tvisvar bara í hendurnar á þeim og gáfum þeim vald á leiknum. En við náðum því fljótlega aftur.“ Eyjamenn hafa ekki verið allt of sannfærandi í vetur, Íslandsmeistararnir sitja í sjötta sæti deildarinnar, en þeir eru að komast á smá flug á hárréttum tíma. „Þetta er að koma núna og við lítum bara virkilega vel út.“Orri: Vikan var þung „Við byrjuðum leikinn ekki. Fáum á okkur sautján mörk í fyrri hálfleik og það var hann sem drap þetta,“ sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals. „Þeir eru að spila flottan bolta í dag. Við náum ekki að stoppa þá nógu vel í dag til að vinna.“ Valur tapaði bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi, sátu þau vonbrigði enn í mönnum? „Vikan var alveg þung en við vorum búnir að hrista það af okkur fyrir helgi. Það gæti alveg hafa setið í manni en það er engin afsökun.“ Olís-deild karla
ÍBV vann þriggja marka sigur 29-32 á Val í átjándu umferð Olísdeildar karla í handbolta á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir úr Vestmannaeyjum byrjuðu leikinn mun betur. Vörn þeirra stóð vel og þeir fundu lausnir í sókninni hinu megin. Valsmönnum gekk mjög illa að koma boltanum í markið og eftir tíu mínútur voru þeir aðeins búnir að skora þrjú mörk. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik tók Valur hins vegar mjög gott áhlaup og skoraði fjögur mörk í röð sem minnkaði muninn niður í eitt mark. Þjálfarar Eyjamanna tóku leikhlé til þess að reyna að stoppa áhlaupið en það virkaði ekki betur en svo að Valsmenn jöfnuðu leikinn í næstu sókn þeirra. Svo hætti sóknarleikur Vals aftur að ganga og Eyjamenn gengu á lagið. Í hálfleik var staðan 17-13 fyrir ÍBV. Eyjamenn mættu ekki alveg af sama krafti inn í seinni hálfleikinn á meðan hálfleiksræðan kveikti aðeins í Val. Valur jafnaði leikinn á 39. mínútu úr hraðaupphlaupi og Úlfar Páll Monsi Þórðarson kom Val svo yfir í fyrsta skipti í leiknum úr öðru hraðaupphlaupi mínútu síðar. Næstu mínútur voru æsispennandi en gestirnir náðu yfirhöndinni aftur þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Þeir gáfu forystuna ekki aftur og leiknum lauk með þriggja marka sigri þeirra hvítu.Af hverju vann ÍBV ? Gestirnir mættu mjög sterkir til leiks. Þeir spiluðu hörku varnarleik og náðu upp góðum sóknarleik. Valsmenn vissulega gerðu þeim ekki eins erfitt fyrir og menn eiga að venja, hin umtalaða Valsvörn var ekki á sínum stað í dag. ÍBV var einfaldlega betri aðilinn í leiknum, þeir leiddu nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið.Hverjir stóðu upp úr? Kristján Orri Kristjánsson var mjög öflugur, sérstaklega fyrri part leiksins ásamt því að mörk Hákons Daða Styrmissonar af vítalínunni voru drjúg fyrir ÍBV. Þá var Kári Kristján Kristjánsson erfiður við að eiga inni á línunni. Í liði Vals sá Magnús Óli Magnússon um sóknarleikinn og dró sína menn áfram á köflum í leiknum.Hvað gekk illa? Valsmenn voru ekki að standa vörnina nógu vel, sérstaklega í byrjun leiks. Hvorugt liðið var að fá neina framúrskarandi markvörslu, en hún var þó ekkert áberandi slök heldur. Á köflum var Valur að gera mikið af klaufalegum mistökum sem lið af þeirra gæðaflokki gerir ekki á góðum degi.Hvað gerist næst? Valur tekur á móti Akureyri í næstu umferð á meðan ÍBV mætir FH í Vestmannaeyjum.Erlingur: Vel leikinn leikur „Liðsandinn og baráttan í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Klókindi heilt yfir þó að við höfum aðeins misst hausinn nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Þetta var bara vel leikinn leikur.“ Leikurinn varð nokkuð spennandi á kafla í síðari hálfleik en annars var ÍBV með yfirhöndina svo gott sem allan tímann. „Við náðum að halda forystunni nánast allan leikinn og það er virkilega sterkt hérna á Hlíðarenda.“ „Ég er virkilega ánægður með það og liðsheildin vann þennan leik.“ „Þetta er bara hörkubarátta í deildinni og við erum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni, þangað viljum við fara og ætlum að vera og þessi stig voru ákaflega dýrmæt upp á það skref.“Guðlaugur: Auðvitað hef ég áhyggjur „Fyrst og fremst vantar að liðið okkar byrji leikinn. Að það komi inn í leikinn eins og við viljum að þeir byrji leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals. „Við erum ofboðslega lélegir varnarlega framan af, þeir skora bara auðveldlega. Við fáum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik sem er bara skandall fyrir okkur. Það fyrst og fremst vantar karakterinn í okkur.“ Valur hefur ekki unnið deildarleik síðan 11. febrúar. Bikarinn hefur reyndar tekið mikið pláss síðustu vikur og þar komu sigrar, þetta var aðeins þriðji leikurinn síðan sigurinn kom gegn ÍR þann 11. febrúar. Hefur Guðlaugur áhyggjur af því að Valur sé ekki að sigla sigrunum heim? „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að við séum ekki að vinna. Ég hef áhyggjur af spilamennskunni, ég hef áhyggjur af því hvernig menn mæta til leiks og ég hef áhyggjur af síðustu tveimur vikum hjá okkur.“ „Það er fullt af áhyggjum hjá okkur akkúrat núna og það er eitthvað sem við þurfum að leysa. Það reynir á okkur Snorra (Stein Guðjónsson, hinn þjálfara Vals), það reynir á liðið og alla í kringum liðið.“ Valur er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka og þremur stigum á eftir Selfyssingum þegar fjórar umferðir eru eftir. Er deildarmeistaratitillinn horfinn þeim úr greipum? „Nú horfi ég bara á næstu æfingu, við þurfum að skila ákveðinni vinnu þar. Við þurfum að horfa inn á við og þessar fjórar æfingar fram að næsta leik eru gríðarlega mikilvægar.“Hákon: Ógeðslega stoltur af liðinu „Það er ógeðslega gaman að hafa verið inni á vellinum, erfiður útivöllur og ég er ógeðslega stoltur af liðnu,“ sagði Hákon Daði Styrmisson sem var markahæstur í liði ÍBV í dag. „Okkur fannst við vera með full mikið af töpuðum boltum í byrjun seinni hálfleiks, það fara þrjú dauðafæri og svo köstum við tvisvar bara í hendurnar á þeim og gáfum þeim vald á leiknum. En við náðum því fljótlega aftur.“ Eyjamenn hafa ekki verið allt of sannfærandi í vetur, Íslandsmeistararnir sitja í sjötta sæti deildarinnar, en þeir eru að komast á smá flug á hárréttum tíma. „Þetta er að koma núna og við lítum bara virkilega vel út.“Orri: Vikan var þung „Við byrjuðum leikinn ekki. Fáum á okkur sautján mörk í fyrri hálfleik og það var hann sem drap þetta,“ sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals. „Þeir eru að spila flottan bolta í dag. Við náum ekki að stoppa þá nógu vel í dag til að vinna.“ Valur tapaði bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi, sátu þau vonbrigði enn í mönnum? „Vikan var alveg þung en við vorum búnir að hrista það af okkur fyrir helgi. Það gæti alveg hafa setið í manni en það er engin afsökun.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti