KKÍ herðir viðurlög um vanskil: „Öðrum félögum fannst það ósanngjarnt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. mars 2019 20:30 Ekki er lengur í boði að félög innan KKÍ safni skuldum hjá sambandinu. 53. körfuknattleiksþingið fór fram um helgina og var ein niðurstaða þingsins að KKÍ herði á félögin þegar kemur að greiðslum til sambandsins. Margt og mikið var rætt um helgina og tillögur félaganna teknar fyrir. Þó bar hæst fjárhagsáætlun næsta árs og fjárhagur sambandsins eins og hann er í dag en barist hefur verið í bagga síðustu ár. Um helgina var ein af niðurstöðunum sú að herða ætti viðurlög við þeirra félaga sem skulda sambandinu pening. „Sum félög skulda sambandinu töluverðar upphæðir á milli ára og öðrum félögum finnst það ósanngjarnt. Þingfulltrúarnir á þinginu unnu þessa vinnu í kringum fjárhagsáætlunina fyrir þingið og það var ákveðið að herða þessi viðurlög,“ sagði formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson. „Það er til í lögum KKÍ að stjórnin getur dæmt leiki tapaða, vísað liðum úr móti sem skulda sambandinu. Önnur félögunum sem standa alltaf í skilum fannst þetta ósanngjarnt gagnvart þeim þannig að þetta var tilllaga frá fulltrúunum á þinginu.“ „Hún var samþykkt og ég held að það sé gott að þetta sé komið í regluverkið. Þarna höfum við sem stjórn þá tæki og tól til þess að vinna með,“ sagði Hannes. Nýr heimavöllur var einnig til umræðu en Laugardalshöllin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru á körfuknattleikssamböndin í Evrópu. Nú þarf að spýta í, segir Hannes. „Það má segja að þessi vinna hafi verið of kurteis á undanförnum árum. Nú þurfum við að fara í þetta mót af fullum þunga. Það ræddi þingið. ÍSÍ er klárlega til í að koma í þá vinnu og það er ÍSÍ þing í byrjun maí. Ég vona að það þing taki vel á þessum málum.“ Viðtalið við Hannes í heild sinni má sjá hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Ekki er lengur í boði að félög innan KKÍ safni skuldum hjá sambandinu. 53. körfuknattleiksþingið fór fram um helgina og var ein niðurstaða þingsins að KKÍ herði á félögin þegar kemur að greiðslum til sambandsins. Margt og mikið var rætt um helgina og tillögur félaganna teknar fyrir. Þó bar hæst fjárhagsáætlun næsta árs og fjárhagur sambandsins eins og hann er í dag en barist hefur verið í bagga síðustu ár. Um helgina var ein af niðurstöðunum sú að herða ætti viðurlög við þeirra félaga sem skulda sambandinu pening. „Sum félög skulda sambandinu töluverðar upphæðir á milli ára og öðrum félögum finnst það ósanngjarnt. Þingfulltrúarnir á þinginu unnu þessa vinnu í kringum fjárhagsáætlunina fyrir þingið og það var ákveðið að herða þessi viðurlög,“ sagði formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson. „Það er til í lögum KKÍ að stjórnin getur dæmt leiki tapaða, vísað liðum úr móti sem skulda sambandinu. Önnur félögunum sem standa alltaf í skilum fannst þetta ósanngjarnt gagnvart þeim þannig að þetta var tilllaga frá fulltrúunum á þinginu.“ „Hún var samþykkt og ég held að það sé gott að þetta sé komið í regluverkið. Þarna höfum við sem stjórn þá tæki og tól til þess að vinna með,“ sagði Hannes. Nýr heimavöllur var einnig til umræðu en Laugardalshöllin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru á körfuknattleikssamböndin í Evrópu. Nú þarf að spýta í, segir Hannes. „Það má segja að þessi vinna hafi verið of kurteis á undanförnum árum. Nú þurfum við að fara í þetta mót af fullum þunga. Það ræddi þingið. ÍSÍ er klárlega til í að koma í þá vinnu og það er ÍSÍ þing í byrjun maí. Ég vona að það þing taki vel á þessum málum.“ Viðtalið við Hannes í heild sinni má sjá hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira