Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Ari Brynjólfsson skrifar 19. mars 2019 07:45 Hælisleitendurnir lentu í átökum við lögreglu þegar þeir reyndu að tjalda í byrjun síðustu viku. Þeir fengu leyfi fyrir tjaldinu hjá borgaryfirvöldum en það var afturkallað. Tjaldið var fjarlægt í gærkvöldi. Fréttablaðið/Stefán Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Sjá meira
Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55
„Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30