Að stela mat úr munni Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2019 07:45 Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar