Ekkert bendir til þess að sprungan í Eldey sé að stækka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 15:30 Frá Eldey á dögunum. Vísir/Egill Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira