Fulltrúar einkafyrirtækja í sendiför til Gana Heimsljós kynnir 4. mars 2019 16:30 Sendifulltrúarnir sem lögðu af stað í leiðangur til Gana um helgina. Rauði krossinn Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýnar, héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins „Brúun hins stafræna bils“ sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að félagið vinni verkefnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans, ásamt landsfélögum hreyfingarinnar í Afríku. „Vonir eru bundnar við að landsfélögin muni geta byggt upp sértæka og metnaðarfulla en jafnframt raunsæja áætlun um uppbyggingu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni þannig að berskjaldað fólk geti betur notið neyðar- og þróunaraðstoðar landsfélaganna í lágtekjuríkjum Afríku,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent
Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýnar, héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins „Brúun hins stafræna bils“ sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að félagið vinni verkefnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans, ásamt landsfélögum hreyfingarinnar í Afríku. „Vonir eru bundnar við að landsfélögin muni geta byggt upp sértæka og metnaðarfulla en jafnframt raunsæja áætlun um uppbyggingu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni þannig að berskjaldað fólk geti betur notið neyðar- og þróunaraðstoðar landsfélaganna í lágtekjuríkjum Afríku,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent