Viðskipti innlent

Bindingarhlutfall vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris úr 20% í 0%

Birgir Olgeirsson skrifar
Lækkun bindingarhlutfallsins markar kaflaskil í beitingu hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður sem var sett á í júní 2016.
Lækkun bindingarhlutfallsins markar kaflaskil í beitingu hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður sem var sett á í júní 2016. Vísir/Vilhelm
Breytingar á lögum um gjaldeyrismál og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, sem Alþingi samþykkti nýverið tóku gildi í dag. Vegna breytinganna áformar Seðlabankinn að setja nýjar reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris og reglur um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Þar á meðal eru reglur sem fela í sér að lækkun bindingarhlutfalls frá eldri reglum fer úr 20% í 0% en gert er ráð fyrir að þessi breyting taki gildi 6. mars nk.

Lækkun bindingarhlutfallsins markar kaflaskil í beitingu hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður sem var sett á í júní 2016.

Með þessum breytingum á lögum um gjaldeyrismál og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum er sérstakur aflandskrónumarkaður ekki lengur til staðar og þau fjármagnshöft sem innleidd voru í nóvember 2008 hafa nú nánast að öllu leyti verið losuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×