Aukum kaupmátt tugþúsunda launamanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 5. mars 2019 10:01 Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun