Aukum kaupmátt tugþúsunda launamanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 5. mars 2019 10:01 Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar