Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 07:30 Afkoma Arion banka var undir væntingum í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira