Stífla ógnar tilvist órangútanategundar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Wahli-liðar hafa mótmælt stíflunni fyrirhuguðu harðlega. Nordicphotos/AFP Tapanuli-órangútanar, sú tegund órangútana sem er í einna mestri útrýmingarhættu, eiga nú dauðann vísan eftir að indónesískur dómstóll úrskurðaði fyrirhugaða byggingu stíflu í Batang Toru-skógi á indónesísku eynni Súmötru löglega. Þetta hafði BBC eftir indónesískum dýraverndunarsinnum í gær. Talið er að einungis 800 tapanuli-órangútanar séu eftir í heiminum. Allir búsettir á þessu sama svæði. Tapanuli-órangútanar voru ekki skilgreindir sem sérstök tegund fyrr en árið 2017 en samkvæmt sérfræðingi við réttarhöldin þýðir bygging stíflunnar nær örugglega útrýmingu tegundarinnar. Að auki búa til dæmis súmötrutígrisdýr og gibbonapar í skóginum. Dagblaðið Jakarta Post hefur greint frá því að kínverska ríkisfyrirtækið Sinohydro muni reisa stífluna og kínverski ríkisbankinn Zhongguó Yínháng er einn af þeim alþjóðlegu bönkum sem fjármagna verkefnið. Stíflan á að sjá íbúum og fyrirtækjum í Norður-Súmötrufylki fyrir rafmagni og er stefnt að því að ljúka byggingu hennar árið 2022. Umhverfisverndarsamtökin Wahli höfðu kært byggingu stíflunnar en eins og áður segir var verkefnið metið löglegt. Wahli ætlar að áfrýja úrskurðinum og hefur kallað eftir því að Kínverjar hætti við að fjármagna verkefnið. BBC hafði eftir Serge Wich, sérfræðingi í verndun prímata, að hann væri steinhissa á því að verkefni sem þetta væri yfirhöfuð á dagskrá. „Þau ætla að byggja stífluna á þeim stað sem flestir órangútanar búa í skóginum. Þetta er versta mögulega staðsetning,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Indónesía Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Tapanuli-órangútanar, sú tegund órangútana sem er í einna mestri útrýmingarhættu, eiga nú dauðann vísan eftir að indónesískur dómstóll úrskurðaði fyrirhugaða byggingu stíflu í Batang Toru-skógi á indónesísku eynni Súmötru löglega. Þetta hafði BBC eftir indónesískum dýraverndunarsinnum í gær. Talið er að einungis 800 tapanuli-órangútanar séu eftir í heiminum. Allir búsettir á þessu sama svæði. Tapanuli-órangútanar voru ekki skilgreindir sem sérstök tegund fyrr en árið 2017 en samkvæmt sérfræðingi við réttarhöldin þýðir bygging stíflunnar nær örugglega útrýmingu tegundarinnar. Að auki búa til dæmis súmötrutígrisdýr og gibbonapar í skóginum. Dagblaðið Jakarta Post hefur greint frá því að kínverska ríkisfyrirtækið Sinohydro muni reisa stífluna og kínverski ríkisbankinn Zhongguó Yínháng er einn af þeim alþjóðlegu bönkum sem fjármagna verkefnið. Stíflan á að sjá íbúum og fyrirtækjum í Norður-Súmötrufylki fyrir rafmagni og er stefnt að því að ljúka byggingu hennar árið 2022. Umhverfisverndarsamtökin Wahli höfðu kært byggingu stíflunnar en eins og áður segir var verkefnið metið löglegt. Wahli ætlar að áfrýja úrskurðinum og hefur kallað eftir því að Kínverjar hætti við að fjármagna verkefnið. BBC hafði eftir Serge Wich, sérfræðingi í verndun prímata, að hann væri steinhissa á því að verkefni sem þetta væri yfirhöfuð á dagskrá. „Þau ætla að byggja stífluna á þeim stað sem flestir órangútanar búa í skóginum. Þetta er versta mögulega staðsetning,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Indónesía Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira