Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 6. mars 2019 22:00 Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira