Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 12-17 Valur | Valskonur í bikarúrslit Gabríel Sighvatsson í Laugardalshöll skrifar 7. mars 2019 20:15 vísir/bára ÍBV og Valur mættust í Laugardalshöll í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Það var mikil stemning og höruleikur framundan. Leikurinn einkenndist af sterkum varnarleik og voru einungis 14 mörk skoruð í fyrri hálfleik. ÍBV skoraði einungis 5 mörk og var sóknarleikurinn alls ekki góður. Sóknarleikur Vals átti líka í erfiðleikum en nýtti þó færin vel í fyrri hálfleik og þá var vörnin gríðarlega sterk. Í seinni hálfleik mætti ÍBV af krafti inn í leikinn og átti frábæran kafla þar sem náðu að jafna leikinn í 11-11. Eftir það hrundi leikur liðsins og Valur tók aftur við sér. Toppliðið tók 6-1 kafla undir lok leiks og kláraði leikinn sannfærandi. Það eru því Valskonur sem fara í bikarúrslit þetta árið og þær verða að teljast sigurstranglegar þar.Af hverju vann Valur?Valsliðið er eitt besta varnarliðið á landinu og þær sýndu það enn eina ferðina í dag. Að fá einungis á sig 12 mörk er stórt afrek og klárlega ástæðan fyrir sigrinum. Valur skoraði ekki nema 17 mörk sem er líka mjög lítið en vörn ÍBV var einnig sterk en dugði ekki á tímum og Valur náði að nýta fleiri færi að lokum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var í brasi allan leikinn en þar átti varnarleikurinn auðvitað stóran þátt að. Sóknarleikurinn var samt slakur á köflum, mikið af færum fóru forgörðum, annað hvort framhjá eða að markmaðurinn varði. ÍBV hefur orðspor fyrir að byrja leiki illa og ætla að vinna þá í seinni hálfleik og í dag var engin undantekning á þvi, 5 mörk í fyrri hálfleik er alls ekki neitt. Í seinni hálfleik áttu þau góðar 15 mínútur en á síðustu 15 hafði Valur betur og kláraði leikinn.Hverjir stóðu upp úr?Það er erfitt að finna einhverja í sókninni en Lovísa Thompson var markahæst hjá Val með 6 mörk en úr 15 skotum! Skotnýtingin hjá leikmönnum í dag var arfaslök og þar má líka þakka vörn og markvörslu fyrir. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 16 bolta fyrir ÍBV og Íris Björk Símonardóttir 14 bolta hinum megin.Hvað gerist næst?Valur fer í bikarúrslit og mætir annað hvort Stjörnunni eða Fram á laugardaginn en sá leikur er að hefjast.Ágúst: ÍBV er með virkilega gott lið„Það var vitað fyrirfram að þetta yðri hörkuleikur, ÍBV er með virkilega gott lið.” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals eftir sigur gegn ÍBV í undanúrslitum bikarsins. „Það voru margir sem töluðum um að við ættum að rúlla yfir þær en þær eru með 4 landsliðsmenn og vel mannað og þjálfað lið. Við vissum að þetta yðri mjög erfitt. Varnarleikurinn var auðvitað virkilega góður en við vorum í vandræðum sóknarlega. Í seinni hálfleik náðum við að koma inn 2-3 ódýrum mörk og slútta úr hornum og það vó þungt.” Leikurinn einkenndist af baráttu og sterkum varnarleik sem bæði lið eru þekkt fyrir og Ágúst tók undir það að þetta hefði verið leikur tveggja góðra varna. „Engin spurning, beggja megin góðar varnir og markmenn mjög góðir. Það var algjörlega til fyrirmyndar en ég er mjög ánægður með að ná að sigla þessu heim.” „Varnarleikurinn var mjög góður og það sem fór á markið mætti Íris vel. Ég hefði viljað sjá okkur ná að keyra hraðaupphlaupin aðeins betur og refsa þeim. Það var stundum sem þær sátu eftir en við vorum aðeins hikandi þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta fyrir laugardaginn.” Í seinni hálfleik kom ÍBV liðið af krafti inn og jafnaði leikinn en um leið og það gerðist steig Valsliðið upp og tók góðan kafla sem fór með liðið alla leið. „Þær komu mjög sterkar inn, við töluðum um að taka fyrstu 10 mínúturnar af fullum krafti og auka forskotið en þær náðu því og minnkuðu þetta niður. Við sýndum mikinn karakter síðustu 10 mínúturnar. Þetta var orðið ansi erfitt en við fengum góð mörk og stelpurnar kláruðu stöður einn á einn.” Ágúst ætlar að sjálfsögðu að fylgjast með hinum undanúrslitaleiknum og býst við hörkuleik þar sem og í úrslitaleiknum á laugardag. „Tvö góð lið sem eru að mætast, bæði með mikla reynslu og sigurhefð og bara megi betra liðið vinna,”Hrafnhildur: Langbesta varnarliðið„Þær eru frábært lið, þær eru búnar að vera langbesta varnarliðið í allan vetur og þær sýndu það aftur í dag, þær eru bara frábærar í vörn og með frábæran markmann fyrir aftan sig. Þær fá alltaf á sig mjög fá mörk.” sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir tap gegn Val. Það var ekki mikið um dýrðir í leiknum og var það fyrst og fremst varnarleikurinn sem lét ljós sitt skína „Númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur var líka að geta staðið vörn og markvörslu til að „match-a” þær og við gerðum það en það dugði bara ekki til.” „12 mörk í allt er mjög lítið, 17 mörk er líka mjög lítið. Bæði lið voru í mjög miklu basli sóknarlega og við bara í aðeins meira basli.” Eyjaliðið byrjaði leikinn ekki vel en átti mjög góðan kafla í byrjun seinni hálfleiks, eitthvað sem maður hefur séð áður hjá liðinu í vetur. „Við erum svolítið vanar því í vetur að vera undir í hálfleik og reyna að vinna leiki í seinni. Við trúðum á það og við vissum að þetta kæmi þá,” Bæði lið börðust vel og var ekki hægt að taka mörg atriði út sem skildi liðin að. „Það er erfitt að segja án þess að skoða leikinn aftur en við hefðum getað verið aðeins ákveðnari maður á mann. Lovísa (Thompson) var mjög mikilvæg fyrir þær þegar ekkert var að ganga upp hjá þeim.” „Við áttum í erfiðleikum með að koma okkur í færi og ég held að það hafi verið fyrst og fremst það sem var okkar vesen í dag,” sagði Hrafnhildur að lokum. Íslenski handboltinn
ÍBV og Valur mættust í Laugardalshöll í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Það var mikil stemning og höruleikur framundan. Leikurinn einkenndist af sterkum varnarleik og voru einungis 14 mörk skoruð í fyrri hálfleik. ÍBV skoraði einungis 5 mörk og var sóknarleikurinn alls ekki góður. Sóknarleikur Vals átti líka í erfiðleikum en nýtti þó færin vel í fyrri hálfleik og þá var vörnin gríðarlega sterk. Í seinni hálfleik mætti ÍBV af krafti inn í leikinn og átti frábæran kafla þar sem náðu að jafna leikinn í 11-11. Eftir það hrundi leikur liðsins og Valur tók aftur við sér. Toppliðið tók 6-1 kafla undir lok leiks og kláraði leikinn sannfærandi. Það eru því Valskonur sem fara í bikarúrslit þetta árið og þær verða að teljast sigurstranglegar þar.Af hverju vann Valur?Valsliðið er eitt besta varnarliðið á landinu og þær sýndu það enn eina ferðina í dag. Að fá einungis á sig 12 mörk er stórt afrek og klárlega ástæðan fyrir sigrinum. Valur skoraði ekki nema 17 mörk sem er líka mjög lítið en vörn ÍBV var einnig sterk en dugði ekki á tímum og Valur náði að nýta fleiri færi að lokum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var í brasi allan leikinn en þar átti varnarleikurinn auðvitað stóran þátt að. Sóknarleikurinn var samt slakur á köflum, mikið af færum fóru forgörðum, annað hvort framhjá eða að markmaðurinn varði. ÍBV hefur orðspor fyrir að byrja leiki illa og ætla að vinna þá í seinni hálfleik og í dag var engin undantekning á þvi, 5 mörk í fyrri hálfleik er alls ekki neitt. Í seinni hálfleik áttu þau góðar 15 mínútur en á síðustu 15 hafði Valur betur og kláraði leikinn.Hverjir stóðu upp úr?Það er erfitt að finna einhverja í sókninni en Lovísa Thompson var markahæst hjá Val með 6 mörk en úr 15 skotum! Skotnýtingin hjá leikmönnum í dag var arfaslök og þar má líka þakka vörn og markvörslu fyrir. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 16 bolta fyrir ÍBV og Íris Björk Símonardóttir 14 bolta hinum megin.Hvað gerist næst?Valur fer í bikarúrslit og mætir annað hvort Stjörnunni eða Fram á laugardaginn en sá leikur er að hefjast.Ágúst: ÍBV er með virkilega gott lið„Það var vitað fyrirfram að þetta yðri hörkuleikur, ÍBV er með virkilega gott lið.” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals eftir sigur gegn ÍBV í undanúrslitum bikarsins. „Það voru margir sem töluðum um að við ættum að rúlla yfir þær en þær eru með 4 landsliðsmenn og vel mannað og þjálfað lið. Við vissum að þetta yðri mjög erfitt. Varnarleikurinn var auðvitað virkilega góður en við vorum í vandræðum sóknarlega. Í seinni hálfleik náðum við að koma inn 2-3 ódýrum mörk og slútta úr hornum og það vó þungt.” Leikurinn einkenndist af baráttu og sterkum varnarleik sem bæði lið eru þekkt fyrir og Ágúst tók undir það að þetta hefði verið leikur tveggja góðra varna. „Engin spurning, beggja megin góðar varnir og markmenn mjög góðir. Það var algjörlega til fyrirmyndar en ég er mjög ánægður með að ná að sigla þessu heim.” „Varnarleikurinn var mjög góður og það sem fór á markið mætti Íris vel. Ég hefði viljað sjá okkur ná að keyra hraðaupphlaupin aðeins betur og refsa þeim. Það var stundum sem þær sátu eftir en við vorum aðeins hikandi þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta fyrir laugardaginn.” Í seinni hálfleik kom ÍBV liðið af krafti inn og jafnaði leikinn en um leið og það gerðist steig Valsliðið upp og tók góðan kafla sem fór með liðið alla leið. „Þær komu mjög sterkar inn, við töluðum um að taka fyrstu 10 mínúturnar af fullum krafti og auka forskotið en þær náðu því og minnkuðu þetta niður. Við sýndum mikinn karakter síðustu 10 mínúturnar. Þetta var orðið ansi erfitt en við fengum góð mörk og stelpurnar kláruðu stöður einn á einn.” Ágúst ætlar að sjálfsögðu að fylgjast með hinum undanúrslitaleiknum og býst við hörkuleik þar sem og í úrslitaleiknum á laugardag. „Tvö góð lið sem eru að mætast, bæði með mikla reynslu og sigurhefð og bara megi betra liðið vinna,”Hrafnhildur: Langbesta varnarliðið„Þær eru frábært lið, þær eru búnar að vera langbesta varnarliðið í allan vetur og þær sýndu það aftur í dag, þær eru bara frábærar í vörn og með frábæran markmann fyrir aftan sig. Þær fá alltaf á sig mjög fá mörk.” sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir tap gegn Val. Það var ekki mikið um dýrðir í leiknum og var það fyrst og fremst varnarleikurinn sem lét ljós sitt skína „Númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur var líka að geta staðið vörn og markvörslu til að „match-a” þær og við gerðum það en það dugði bara ekki til.” „12 mörk í allt er mjög lítið, 17 mörk er líka mjög lítið. Bæði lið voru í mjög miklu basli sóknarlega og við bara í aðeins meira basli.” Eyjaliðið byrjaði leikinn ekki vel en átti mjög góðan kafla í byrjun seinni hálfleiks, eitthvað sem maður hefur séð áður hjá liðinu í vetur. „Við erum svolítið vanar því í vetur að vera undir í hálfleik og reyna að vinna leiki í seinni. Við trúðum á það og við vissum að þetta kæmi þá,” Bæði lið börðust vel og var ekki hægt að taka mörg atriði út sem skildi liðin að. „Það er erfitt að segja án þess að skoða leikinn aftur en við hefðum getað verið aðeins ákveðnari maður á mann. Lovísa (Thompson) var mjög mikilvæg fyrir þær þegar ekkert var að ganga upp hjá þeim.” „Við áttum í erfiðleikum með að koma okkur í færi og ég held að það hafi verið fyrst og fremst það sem var okkar vesen í dag,” sagði Hrafnhildur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti