Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram | Öruggur sigur Fram Guðlaugur Valgeirsson skrifar 7. mars 2019 22:30 vísir/vilhelm Fram vann nokkuð sannfærandi sigur á Stjörnunni í kvöld í síðari undanúrslitaleik Coca-Cola bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Fram sigraði með 11 mörkum, 31-20. Stjarnan byrjaði nokkuð vel í leiknum og komust í 3-1 eftir rétt rúmar fjórar mínútur. En það var ekkert stress á Fram liðinu sem náði fljótt að jafna leikinn og komust yfir í fyrsta sinn þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Fram hélt áfram að byggja upp forskot sitt en Stjarnan náði ekki að skora í yfir fimmtán mínútur á tímabili í fyrri hálfleik. Þegar fyrri hálfleikurinn var búinn var staðan orðin 15-7 fyrir Fram og staðan slæm fyrir Stjörnuna. Stjarnan reyndi eins og þær gátu í síðari hálfleik að koma með smá áhlaup en það gekk ekki sem skyldi og Fram hélt bara áfram að bæta forskot sitt. Munurinn hélst í 7 mörkum þar til um korter var eftir af leiknum. Framliðið herti tökin eftir það og keyrði yfir Stjörnuna og komust mest 12 mörkum yfir áður en Stjarnan minnkaði muninn í 11 mörk í lokin. Lokatölur 31-20 og öruggur sigur Fram í hús. Þær mæta því Val í úrslitaleik bikarsins næstkomandi laugardag klukkan 13:30. Af hverju vann Fram? Þær eru bara með eitt besta lið landsins ef ekki það besta og sérstaklega í þessum gír eins og var á liðinu í dag. Þær fengu frábæra markvörslu frá Erlu og fóru vel með hraðaupphlaupin. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Fram var Erla Rós Sigmarsdóttir frábær í markinu með um 50% markvörslu en hún varði meðal annars 2 víti. Þórey Rósa var markahæst með 7 mörk úr 8 skotum. Í liði Stjörnunnar var Þórhildur Gunnarsdóttir markahæst með 5 mörk úr 5 skotum af línunni. Hvað gekk illa? Færanýting Stjörnunnar var ekki nógu góð í kvöld. Þær komust nokkrum sinnum í góð færi en létu Erlu verja frá sér. Einnig köstuðu þær boltanum yfir 10 sinnum frá sér og Framstelpur voru duglegar að refsa með hraðaupphlaupum. Hvað gerist næst? Framstelpna bíður úrslitaleikur við Val næstkomandi laugardag en þá mætast tvö efstu og sterkustu lið deildarinnar. Stjarnan á deildarleik næsta þriðjudag í eyjum þegar þær mæta ÍBV. Stefán: Munurinn frábær varnarleikur Stefán Arnarson þjálfari Fram var mjög ánægður með sigur síns liðs á Stjörnunni í kvöld. Hann sagði að munurinn í kvöld hafi verið varnarleikur Framliðsins sem og markvarslan en Erla Rós var frábær í marki Fram. „Við spiluðum frábæran varnarleik og fengum frábæra markvörslu að auki. Við spiluðum heilt yfir vel og sérstaklega fyrstu 30 mínútur leiksins en þá klárum við leikinn.” Hann hafði engar áhyggjur þrátt fyrir kröftuga byrjun Stjörnunnar og segist vera mjög spenntur fyrir að mæta Val á laugardaginn. „Þetta er toppliðið og það er gaman að fá lið númer 1 og 2 í úrslitaleik og þetta verður vonandi skemmtilegur leikur.” „Ef við náum að hanga í Val þá verður þetta spennandi leikur það er alveg klárt.” Hann er þegar byrjaður á sálfræðinni en hann sagði að lokum að pressan sé á Val og þær eigi að taka þetta þar sem þær eru lið númer 1. „Þær eru lið númer 1 og eru með gríðarlega sterkt lið þannig þetta verður erfitt. Ég held það sé skilyrði að þær eigi að klára þetta þannig pressa er klárlega á þeim,” sagði Stefán að lokum. Basti: Þetta er langbesta liðið á landinu Sebastian Alexandersson þjálfari Stjörnunnar var hundsvekktur eftir tap Stjörnunnar gegn Fram í kvöld. „Þær voru bara betri og þetta lið er bara ógurlegt að eiga við þegar þær detta í þennan gír.” „Við fengum 10 mörkum of mikið á okkur, mest af því úr hraðaupphlaupum sem er þeirra styrkleiki. Síðan skorum við 5-6 mörkum of lítið en við erum með 10 dauðafæri sem við klikkum sem má ekki gegn svona öflugu liði.” Hann sagði að það hefði nánast allt þurft að ganga upp hjá sínu liði í kvöld til að vinna Framliðið. „Þetta er langbesta liðið á landinu og það er ekki að ástæðulausu sem ég vildi ekki fá Fram í undanúrslitunum, sérstaklega þegar þær detta í þennan gír.” „Við náðum aðeins að stjórna leiknum í deildinni um daginn og þá fóru skotin sem klikkuðu í kvöld inn. Við fengum færi þegar við gerðum hlutina rétt en því miður vorum við ekki að skjóta rétt.” Varðandi framhaldið sagði Basti að liðið þurfi að snúa bökum saman og að það muni reyna á hópnum fyrir næstu leiki. „Tölfræðilega getum við ennþá fallið beint. Við erum ofboðslega svekktar og við getum betur eins og við höfum sýnt síðustu vikur.” „Það mun reyna á hópinn næstu daga og fyrir næstu 2 leiki að mótivera sig upp fyrir þá en vonandi getum við notað svekkelsið úr þessum leik sem kraft í verkefnið sem er framundan,” sagði Basti að lokum. Íslenski handboltinn
Fram vann nokkuð sannfærandi sigur á Stjörnunni í kvöld í síðari undanúrslitaleik Coca-Cola bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Fram sigraði með 11 mörkum, 31-20. Stjarnan byrjaði nokkuð vel í leiknum og komust í 3-1 eftir rétt rúmar fjórar mínútur. En það var ekkert stress á Fram liðinu sem náði fljótt að jafna leikinn og komust yfir í fyrsta sinn þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Fram hélt áfram að byggja upp forskot sitt en Stjarnan náði ekki að skora í yfir fimmtán mínútur á tímabili í fyrri hálfleik. Þegar fyrri hálfleikurinn var búinn var staðan orðin 15-7 fyrir Fram og staðan slæm fyrir Stjörnuna. Stjarnan reyndi eins og þær gátu í síðari hálfleik að koma með smá áhlaup en það gekk ekki sem skyldi og Fram hélt bara áfram að bæta forskot sitt. Munurinn hélst í 7 mörkum þar til um korter var eftir af leiknum. Framliðið herti tökin eftir það og keyrði yfir Stjörnuna og komust mest 12 mörkum yfir áður en Stjarnan minnkaði muninn í 11 mörk í lokin. Lokatölur 31-20 og öruggur sigur Fram í hús. Þær mæta því Val í úrslitaleik bikarsins næstkomandi laugardag klukkan 13:30. Af hverju vann Fram? Þær eru bara með eitt besta lið landsins ef ekki það besta og sérstaklega í þessum gír eins og var á liðinu í dag. Þær fengu frábæra markvörslu frá Erlu og fóru vel með hraðaupphlaupin. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Fram var Erla Rós Sigmarsdóttir frábær í markinu með um 50% markvörslu en hún varði meðal annars 2 víti. Þórey Rósa var markahæst með 7 mörk úr 8 skotum. Í liði Stjörnunnar var Þórhildur Gunnarsdóttir markahæst með 5 mörk úr 5 skotum af línunni. Hvað gekk illa? Færanýting Stjörnunnar var ekki nógu góð í kvöld. Þær komust nokkrum sinnum í góð færi en létu Erlu verja frá sér. Einnig köstuðu þær boltanum yfir 10 sinnum frá sér og Framstelpur voru duglegar að refsa með hraðaupphlaupum. Hvað gerist næst? Framstelpna bíður úrslitaleikur við Val næstkomandi laugardag en þá mætast tvö efstu og sterkustu lið deildarinnar. Stjarnan á deildarleik næsta þriðjudag í eyjum þegar þær mæta ÍBV. Stefán: Munurinn frábær varnarleikur Stefán Arnarson þjálfari Fram var mjög ánægður með sigur síns liðs á Stjörnunni í kvöld. Hann sagði að munurinn í kvöld hafi verið varnarleikur Framliðsins sem og markvarslan en Erla Rós var frábær í marki Fram. „Við spiluðum frábæran varnarleik og fengum frábæra markvörslu að auki. Við spiluðum heilt yfir vel og sérstaklega fyrstu 30 mínútur leiksins en þá klárum við leikinn.” Hann hafði engar áhyggjur þrátt fyrir kröftuga byrjun Stjörnunnar og segist vera mjög spenntur fyrir að mæta Val á laugardaginn. „Þetta er toppliðið og það er gaman að fá lið númer 1 og 2 í úrslitaleik og þetta verður vonandi skemmtilegur leikur.” „Ef við náum að hanga í Val þá verður þetta spennandi leikur það er alveg klárt.” Hann er þegar byrjaður á sálfræðinni en hann sagði að lokum að pressan sé á Val og þær eigi að taka þetta þar sem þær eru lið númer 1. „Þær eru lið númer 1 og eru með gríðarlega sterkt lið þannig þetta verður erfitt. Ég held það sé skilyrði að þær eigi að klára þetta þannig pressa er klárlega á þeim,” sagði Stefán að lokum. Basti: Þetta er langbesta liðið á landinu Sebastian Alexandersson þjálfari Stjörnunnar var hundsvekktur eftir tap Stjörnunnar gegn Fram í kvöld. „Þær voru bara betri og þetta lið er bara ógurlegt að eiga við þegar þær detta í þennan gír.” „Við fengum 10 mörkum of mikið á okkur, mest af því úr hraðaupphlaupum sem er þeirra styrkleiki. Síðan skorum við 5-6 mörkum of lítið en við erum með 10 dauðafæri sem við klikkum sem má ekki gegn svona öflugu liði.” Hann sagði að það hefði nánast allt þurft að ganga upp hjá sínu liði í kvöld til að vinna Framliðið. „Þetta er langbesta liðið á landinu og það er ekki að ástæðulausu sem ég vildi ekki fá Fram í undanúrslitunum, sérstaklega þegar þær detta í þennan gír.” „Við náðum aðeins að stjórna leiknum í deildinni um daginn og þá fóru skotin sem klikkuðu í kvöld inn. Við fengum færi þegar við gerðum hlutina rétt en því miður vorum við ekki að skjóta rétt.” Varðandi framhaldið sagði Basti að liðið þurfi að snúa bökum saman og að það muni reyna á hópnum fyrir næstu leiki. „Tölfræðilega getum við ennþá fallið beint. Við erum ofboðslega svekktar og við getum betur eins og við höfum sýnt síðustu vikur.” „Það mun reyna á hópinn næstu daga og fyrir næstu 2 leiki að mótivera sig upp fyrir þá en vonandi getum við notað svekkelsið úr þessum leik sem kraft í verkefnið sem er framundan,” sagði Basti að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti