Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 10:30 Ole Gunnar Solskjær fylgist með á Rey Cup í Laugardalnum í Reykjavík sumarið 2015. vísir/andri marinó Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðaknattspyrnustjóri Manchester United, er heitasta nafnið í þjálfarabransanum í dag eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi þar sem að United vann PSG, 3-1, og komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sigurinn var í anda United-liðsins sem Solskjær sjálfur spilaði með í áratug þar sem að ekkert var ómögulegt en Norðmaðurinn var án tíu leikmanna vegna meiðsla, Paul Pogba var í banni og krakkar komu inn af bekknum. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að ekki er lengra síðan en rétt rúm þrjú og hálft ár síðan að Ole Gunnar Solskjær féll ansi langt niður tröppurnar eftir að vera rekinn frá Cardiff og mætti til Íslands sem þjálfari U16 ára liðs Kristiansund.Frí eftir brottreksturinn Ole Gunnar Solskjær fékk tækifæri í ensku úrvalsdeildinni eftir að gera stormandi lukku með uppeldisfélagið sitt Molde í norsku úrvalsdeildinni. Þar stöðvaði hann nær látlausa sigurgöngu Rosenborg og vann Noregsmeistaratitilinn tvö ár í röð, 2011 og 2012. Hann byggði Molde á gildunum og fótboltanum sem að hann lærði hjá Manchester United en það lukkaðist stórvel. Molde hafði aldrei áður orðið Noregsmeistari en var allt í einu orðið eitt besta lið Noregs. Ekki gekk jafn vel hjá Cardiff þar sem að hann keypti illa inn og vann aðeins níu leiki af þrjátíu áður en hann var rekinn í september 2014, tæpu ári eftir að hann var ráðinn til starfa hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Wales. Norðmaðurinn vildi taka sér smá frí eftir það og fór því að þjálfa U16 ára lið Kristiansund en með því spilaði Noah Solskjær, sonur Ole Gunnars. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hann ráðinn aftur til Molde og svo lánaður til United í desember. Solskjær mætti til Reykjavíkur á hið árlega Rey Cup-mót með Kristiansund-liðið og gaf sér nægan tíma til að taka myndir með þeim sem vildu auk þess sem hann verslaði sér G Form-legghlífar og fór í nokkur viðtöl. Það var svo 1.322 dögum síðar sem að hann bauð upp á kraftaverkið í París.Ole Gunnar Solskjær fagnar á Prinsavöllum í gærkvöldi.vísir/gettyÆvintýralegur árangur Ole Gunnar var ekki lengi að snúa við gengi Manchester United eftir hörmungina sem var í gangi undir stjórn José Mourinho en United vann fyrsta leik, 5-1, á móti Cardiff og veislan hefur varla stoppað síðan. Norðmaðurinn er búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum sem stjóri United og tapa aðeins einum. Hann er búinn að setja met yfir flesta sigurleiki í röð eftir að taka við sem nýr stjóri og enginn hefur unnið fleiri útileiki í röð en hann í sögu United. Þegar að Solskjær var ráðinn 17. desember 2018 eftir 3-1 tap United gegn Liverpool var liðið í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig og markatöluna 29-29. Það var ellefu stigum á eftir Chelsea sem vermdi fjórða sætið, það síðasta sem að gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Nú, tólf leikjum síðar, er United búið að vinna tíu af tólf og gera tvö jafntefli og safna 32 stigum af 36 mögulegum. Liðið er búið að skora 29 mörk og fá á sig níu og er með eins stigs forskot á Arsenal í baráttunni um fjórða sætið. Þá er Solskjær búinn að leggja Arsenal og Chelsea á útivelli í bikarnum þar sem liðið er komið í átta liða úrslit og við árangurinn bættist svo kraftaverkið í París í gær.Gaupi ræddi við Solskjær í Laugardalnum í júlí 2015 en viðtalið má sjá í klippunni að neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðaknattspyrnustjóri Manchester United, er heitasta nafnið í þjálfarabransanum í dag eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi þar sem að United vann PSG, 3-1, og komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sigurinn var í anda United-liðsins sem Solskjær sjálfur spilaði með í áratug þar sem að ekkert var ómögulegt en Norðmaðurinn var án tíu leikmanna vegna meiðsla, Paul Pogba var í banni og krakkar komu inn af bekknum. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að ekki er lengra síðan en rétt rúm þrjú og hálft ár síðan að Ole Gunnar Solskjær féll ansi langt niður tröppurnar eftir að vera rekinn frá Cardiff og mætti til Íslands sem þjálfari U16 ára liðs Kristiansund.Frí eftir brottreksturinn Ole Gunnar Solskjær fékk tækifæri í ensku úrvalsdeildinni eftir að gera stormandi lukku með uppeldisfélagið sitt Molde í norsku úrvalsdeildinni. Þar stöðvaði hann nær látlausa sigurgöngu Rosenborg og vann Noregsmeistaratitilinn tvö ár í röð, 2011 og 2012. Hann byggði Molde á gildunum og fótboltanum sem að hann lærði hjá Manchester United en það lukkaðist stórvel. Molde hafði aldrei áður orðið Noregsmeistari en var allt í einu orðið eitt besta lið Noregs. Ekki gekk jafn vel hjá Cardiff þar sem að hann keypti illa inn og vann aðeins níu leiki af þrjátíu áður en hann var rekinn í september 2014, tæpu ári eftir að hann var ráðinn til starfa hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Wales. Norðmaðurinn vildi taka sér smá frí eftir það og fór því að þjálfa U16 ára lið Kristiansund en með því spilaði Noah Solskjær, sonur Ole Gunnars. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hann ráðinn aftur til Molde og svo lánaður til United í desember. Solskjær mætti til Reykjavíkur á hið árlega Rey Cup-mót með Kristiansund-liðið og gaf sér nægan tíma til að taka myndir með þeim sem vildu auk þess sem hann verslaði sér G Form-legghlífar og fór í nokkur viðtöl. Það var svo 1.322 dögum síðar sem að hann bauð upp á kraftaverkið í París.Ole Gunnar Solskjær fagnar á Prinsavöllum í gærkvöldi.vísir/gettyÆvintýralegur árangur Ole Gunnar var ekki lengi að snúa við gengi Manchester United eftir hörmungina sem var í gangi undir stjórn José Mourinho en United vann fyrsta leik, 5-1, á móti Cardiff og veislan hefur varla stoppað síðan. Norðmaðurinn er búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum sem stjóri United og tapa aðeins einum. Hann er búinn að setja met yfir flesta sigurleiki í röð eftir að taka við sem nýr stjóri og enginn hefur unnið fleiri útileiki í röð en hann í sögu United. Þegar að Solskjær var ráðinn 17. desember 2018 eftir 3-1 tap United gegn Liverpool var liðið í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig og markatöluna 29-29. Það var ellefu stigum á eftir Chelsea sem vermdi fjórða sætið, það síðasta sem að gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Nú, tólf leikjum síðar, er United búið að vinna tíu af tólf og gera tvö jafntefli og safna 32 stigum af 36 mögulegum. Liðið er búið að skora 29 mörk og fá á sig níu og er með eins stigs forskot á Arsenal í baráttunni um fjórða sætið. Þá er Solskjær búinn að leggja Arsenal og Chelsea á útivelli í bikarnum þar sem liðið er komið í átta liða úrslit og við árangurinn bættist svo kraftaverkið í París í gær.Gaupi ræddi við Solskjær í Laugardalnum í júlí 2015 en viðtalið má sjá í klippunni að neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00