Nánast óbreytt atvinnuþátttaka kvenna og karla síðustu þrjá áratugi Hiemsljós kynnir 8. mars 2019 11:30 Saumakonur í Úganda. gunnisal Síðustu þrjá áratugina hefur hlutfall atvinnuþátttöku karla og kvenna í heiminum nánast staðið í stað. Á síðasta ári voru 45% kvenna eldri en fimmtán ára í launuðu starfi samanborið við 71% karla. Á 27 árum hefur munurinn aðeins minnkað um tvö prósent, segir í nýrri skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan kemur út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars. Kynjamunurinn er ekki tilkominn vegna þess að konur vilji ekki vinna utan heimilis. ILO kannaði sérstaklega þennan þátt og 70% kvenna meðal þjóða sem könnunin náði til kváðust helst kjósa að vera í launuðu starfi. Meirihluti karla lýsti einnig yfir stuðningi við atvinnuþátttöku kvenna.Forsíða skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar.Ein skýringin á ójafnvægi milli kynjanna í atvinnulífinu tengist ólaunuðum heimilisstörfum og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Konur vinna slík ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf að jafnaði í fjórar klukkustundir og 25 mínútur en karlar í eina klukkustund og 23 mínútur. „Síðustu tuttugu árin hefur tíminn sem konur verja til ólaunaðra umönnunar- og heimilisstarfa varla breyst, og þáttur karla hefur aukist um aðeins átta mínútur á hverjum degi. Með þessum hraða tekur það 200 ár að jafna þann tíma sem karlar og konur verja til umönnunar- og heimilisstarfa,“ segir Manuela Tomei hjá ILO í fréttatilkynningu. Þegar litið er yfir heiminn sést að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist hlutfallslega mest í Afríku en minnst í Asíu. Konur fá enn umtalsvert lægi laun en karlar fyrir sambærileg störf og samkvæmt skýrslu ILO er launamunur kynjanna á heimsvísu um 20%. Þá kemur fram í skýrslunni að konum í stjórnunarstöðum fjölgar hægt. Árið 2018 voru 27,1% kvenna í stjórnunarstöðum og hlutfallið hefur aðeins hækkað um tvö prósentustig frá árinu 1991. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur af hálfu Sameinuðu þjóðanna í rúma fjóra áratugi eða frá árinu 1977. Að þessu sinni er dagurinn helgaður nýsköpun kvenna og stúlkna í þágu þeirra sjálfra og baráttunnar fyrir því að fjarlægja hindranir á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Myndband frá UN Women í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent
Síðustu þrjá áratugina hefur hlutfall atvinnuþátttöku karla og kvenna í heiminum nánast staðið í stað. Á síðasta ári voru 45% kvenna eldri en fimmtán ára í launuðu starfi samanborið við 71% karla. Á 27 árum hefur munurinn aðeins minnkað um tvö prósent, segir í nýrri skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan kemur út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars. Kynjamunurinn er ekki tilkominn vegna þess að konur vilji ekki vinna utan heimilis. ILO kannaði sérstaklega þennan þátt og 70% kvenna meðal þjóða sem könnunin náði til kváðust helst kjósa að vera í launuðu starfi. Meirihluti karla lýsti einnig yfir stuðningi við atvinnuþátttöku kvenna.Forsíða skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar.Ein skýringin á ójafnvægi milli kynjanna í atvinnulífinu tengist ólaunuðum heimilisstörfum og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Konur vinna slík ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf að jafnaði í fjórar klukkustundir og 25 mínútur en karlar í eina klukkustund og 23 mínútur. „Síðustu tuttugu árin hefur tíminn sem konur verja til ólaunaðra umönnunar- og heimilisstarfa varla breyst, og þáttur karla hefur aukist um aðeins átta mínútur á hverjum degi. Með þessum hraða tekur það 200 ár að jafna þann tíma sem karlar og konur verja til umönnunar- og heimilisstarfa,“ segir Manuela Tomei hjá ILO í fréttatilkynningu. Þegar litið er yfir heiminn sést að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist hlutfallslega mest í Afríku en minnst í Asíu. Konur fá enn umtalsvert lægi laun en karlar fyrir sambærileg störf og samkvæmt skýrslu ILO er launamunur kynjanna á heimsvísu um 20%. Þá kemur fram í skýrslunni að konum í stjórnunarstöðum fjölgar hægt. Árið 2018 voru 27,1% kvenna í stjórnunarstöðum og hlutfallið hefur aðeins hækkað um tvö prósentustig frá árinu 1991. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur af hálfu Sameinuðu þjóðanna í rúma fjóra áratugi eða frá árinu 1977. Að þessu sinni er dagurinn helgaður nýsköpun kvenna og stúlkna í þágu þeirra sjálfra og baráttunnar fyrir því að fjarlægja hindranir á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Myndband frá UN Women í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent