Fótbolti

Verða með Vigdísi og Beyonce á bakinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Beyonce og Finnbogadóttir verða meðal annars aftan á treyjum Nordsjælland.
Beyonce og Finnbogadóttir verða meðal annars aftan á treyjum Nordsjælland. vísir/getty
Danska úrvalsdeildarliðið Nordsjælland sem Ólafur Kristjánsson þjálfaði fyrir nokkrum árum ætlar að halda kvenréttindadaginn hátíðlegan á sunnudaginn þegar að stórlið FC Kaupmannahafnar kemur í heimsókn.

Leikmenn liðsins verða ekki með eftirnöfn sín á bakhlið treyjanna eins og vanalega heldur skipta strákarnir þeir þeim út fyrir nöfn kvenna sem eru eða hafa verið áhrifavaldar í þeirra lífi eða haft áhrif á heimsbyggðina.

„Kvenréttindadagurinn snýst um að einblína á réttindi kvenna og jafnrétti í samfélaginu. Okkur fannst besta leiðin til þess að láta karlaliðið okkar gera þetta enda fær það mun meiri umfjöllun,“ segir Sören Kristensen, framkvæmdastjóri Norsjælland.

Leikmenn Nordsjælland vera með nöfn frægra kvenna og baráttukvenna í gegnum tíðina á bakinu eins og Rosa Parks og Ophra Winfrey en einn verður með Beyonce og annar með skíðakonuna Janicu Kostelic.

Norski varnarmaðurinn Ulrik Yttegaard Jensen verður aftur á móti með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á sinni treyju en honum finnst merkilegt að hún hafi verið fyrsta konan sem kosin var þjóðarleiðtogi.

„Jafnrétti er mikilvægt og konur eiga að njóta sömu réttinda og aðrir,“ segir Jensen en myndband um kvenréttindadaginn hjá Nordsjælland má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×