Hræsni Samfylkingarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2019 15:30 Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun