Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Ari Brynjólfsson skrifar 9. mars 2019 08:30 Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi. Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent