Tæplega helmingur tungumála í útrýmingarhættu Heimsljós kynnir 20. febrúar 2019 14:30 Færri en eitt hundrað þeirra 6500 tungumála, sem töluð eru í heiminum, eru notuð á stafrænan hátt og örfá hundruð tungumála eru kennd í skólum heimsins. Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 43% tungumála heimsins séu í útrýmingarhættu. „Á tveggja vikna fresti deyr tungumál út og með því hverfur menningarleg og vitsmunaleg arfleifð,“ segir í fréttinni. Haldið hefur verið upp á Alþjóðadag móðurmálsins á hverju ári frá síðustu aldamótum til þess að efla fjölbreytni tungumála í heiminum og fjöltungu. Sá dagur er á morgun, 21. febrúar, en dagurinn varð fyrir valinu vegna þess að þann dag árið 1952 skaut lögregla í Dhaka í Bangladess á mannfjölda sem krafðist þess að móðurmál þeirra, Bangla, yrði viðurkennt. Þessi atburður hratt af stað tungumálahreyfingu sem kennd er við Bengal. Þema dagsins er „Tungumál frumbyggja skiptir máli fyrir þróun, friðarvæðingu og sættir“ og það kallast á við Alþjóðlegt ár frumbyggjamála. Í frétt UNRIC segir að Samar séu eina frumbyggjaþjóðin sem skráð sé í Evrópu. Þeir tali tíu mismunandi tungumál og búi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þá segir að í Noregi hafi verið sett lög og reglugerðir í því skyni að verja tungumál Sama því dagleg notkun fari minnkandi. 25 þúsund tali norður-samísku, sem sé stærsta einstaka og útbreiddasta mállýska Sama-mála. Þá segir að öll tungumál Sama séu á lista UNESCO yfir tungumál í útrýmingarhættu. „40% jarðarbúa hafa ekki aðgang að menntun á máli sem þeir tala eða skilja. Framfarir hafa þó orðið í fjöltungumenntun sem byggir á þekkingu á móðurmáli. Tungumál eru öflugasta tækið til að varðveita og þróa áþreifanlega og óáþreifanlega arfleifð. Barátta fyrir móðurmálinu þjónar einnig þeim tilgangi að efla fjölbreytni tungumála og fjöltungumenntun og auka vitund um hefðir tungumála og menningar.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent
Færri en eitt hundrað þeirra 6500 tungumála, sem töluð eru í heiminum, eru notuð á stafrænan hátt og örfá hundruð tungumála eru kennd í skólum heimsins. Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 43% tungumála heimsins séu í útrýmingarhættu. „Á tveggja vikna fresti deyr tungumál út og með því hverfur menningarleg og vitsmunaleg arfleifð,“ segir í fréttinni. Haldið hefur verið upp á Alþjóðadag móðurmálsins á hverju ári frá síðustu aldamótum til þess að efla fjölbreytni tungumála í heiminum og fjöltungu. Sá dagur er á morgun, 21. febrúar, en dagurinn varð fyrir valinu vegna þess að þann dag árið 1952 skaut lögregla í Dhaka í Bangladess á mannfjölda sem krafðist þess að móðurmál þeirra, Bangla, yrði viðurkennt. Þessi atburður hratt af stað tungumálahreyfingu sem kennd er við Bengal. Þema dagsins er „Tungumál frumbyggja skiptir máli fyrir þróun, friðarvæðingu og sættir“ og það kallast á við Alþjóðlegt ár frumbyggjamála. Í frétt UNRIC segir að Samar séu eina frumbyggjaþjóðin sem skráð sé í Evrópu. Þeir tali tíu mismunandi tungumál og búi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þá segir að í Noregi hafi verið sett lög og reglugerðir í því skyni að verja tungumál Sama því dagleg notkun fari minnkandi. 25 þúsund tali norður-samísku, sem sé stærsta einstaka og útbreiddasta mállýska Sama-mála. Þá segir að öll tungumál Sama séu á lista UNESCO yfir tungumál í útrýmingarhættu. „40% jarðarbúa hafa ekki aðgang að menntun á máli sem þeir tala eða skilja. Framfarir hafa þó orðið í fjöltungumenntun sem byggir á þekkingu á móðurmáli. Tungumál eru öflugasta tækið til að varðveita og þróa áþreifanlega og óáþreifanlega arfleifð. Barátta fyrir móðurmálinu þjónar einnig þeim tilgangi að efla fjölbreytni tungumála og fjöltungumenntun og auka vitund um hefðir tungumála og menningar.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent