„Engin matvæli koma úr forgarði helvítis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Ragga Nagli er einkaþjálfari og hugar mikið að heilsunni. „Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“ Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira