Gervigreind er að breyta okkar lífi Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2019 10:44 Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun