Íslenski boltinn

Sleggjurnar fara af stað í Lengjubikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH.
Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH. vísir/tom
Í dag, 21. febrúar, gátu félögin í Pepsi-deildinni loks fengið í gegn félagaskiptabeiðnir sínar fyrir leikmenn sem eru að koma frá erlendum félagsliðum.

Sleggjurnar sem eru að koma heim úr atvinnumennskunni eða erlendir atvinnumenn sem hafa verið fengnir til landsins þurfa ávallt að bíða fram á þennan dag og geta því ekki tekið þátt í Reykjavíkurbikarnum en í Fótbolti.net-mótinu mega einnig leikmenn án heimildar spila.

Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er að glugginn má aðeins standa opinn í tólf vikur og því lokar hann 15. maí. Þar með gefst liðunum tími til að bæta við sig leikmönnum eða losa sig við leikmenn eftir fyrstu umferðirnar í Pepsi-deildinni.

Nokkur stór félagskipti fóru í gegn í dag. Björn Daníel Sverrisson er formlega kominn heim í FH og getur spilað Hafnafjarðarslag í Lengjubikarnum í byrjun mars á móti Haukum.

Valsmenn fengu tvo skráða í dag; miðjumanninn Lasse Petry og varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson, sem verða báðir löglegir á móti Fjölni í Egilshöllinni annað kvöld klukkan 19.00.

KA-menn fengu heim varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK en hann fékk leikheimild í dag og ætti að vera klár í slaginn fyrir bæjarferð Akureyringa um helgina en þeir mæta Fram í Egilshöllinni klukkan 17.15 á laugardaginn.

Breiðablik náði í einn uppalinn heim frá Hollandi en Viktor Karl Einarsson ætlar að taka slaginn í Pepsi-deildinni. Þessi ungi og efnilegi miðjumaður er kominn með leikheimild og getur spilað sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardagsmorgunn á móti Víkingi klukkan 11.00.

Gary Martin, framherjinn magnaði sem er kominn í Val frá Lilleström, er ekki enn kominn með leikheimild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×